Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 102
214
VESTUR-ÍSLENZKUR FRÓÐLEIKSMAÐUR
eimreiðin
Búgarður Árna S. Mýrdals a Róbertstanga, örskamt frá aðalþjóðbraut
Kyrrahafsstrandarinnar, sem liggur frá Vancouver, B. C., Ivanada, alla
leið til Tijuana i Mexico.
mentaður fróðleiksmaður, sem hefur mikinn áhuga fyrir
stærðfræðilegum og tæknilegum efnum. Ég birti hér kafla
úr tveim bréfum hans til min og vona að hann misvirði ekki.
I einu bréfa sinna kemst hann svo að orði: „Ég hef lesið meira
en fjögur þúsund bindi hóka og sum þeirra allstór, og aldrei
hefur mig iðrað þess að hafa varið tímanum í þann lestur,
Flestir félaga minna kusu heldur að verja frístundum sínum
í spil og samltvæmi. Ég kaus bækurnar og braut heilann um það,
sem í þeim stóð. Þetta er orðin mér nautn, sem ég get ekki látið
á móti mér.“ Og í öðru bréfi, rituðu 27. apríl 1939, nýmótteknu,
segir hann meðal annars um æxiferil sinn og þorsta eftir
fræðslu: — „Þig minnir rétt, að ég sé algjörlega sjálfment-
aður, ef mentaðan skyldi kalla. Stærðfræðin var ein þeirra
námsgreina, er ég lagði mikla stund á í ungdæmi mínu, en
alt var það tilsagnarlaust. Ég var fyrstu fjögur árin (1876—-
1880) í þessu landi hjá foreldrum mínum, er fóru til nýja
íslands. Þar voru þá engir skólar. Ég var á áttunda ári þegar
við fluttum þaðan til Norður-Dakota, sem var þá enn ekki
tekið upp í ríkjatöluna. Þar var ég lengstum hjá sveitabónda
að gæta nautgripa á sumrin og gaf þeim og brynti á veturna.