Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 76
188
FÓRNARSJÓÐUR fSLENDINGA
EIM REIÐIN
þeirri kynslóð hvöt og fyrirmynd, en bæri okkur fagurt vitni
um fórnarlund og ættjarðarást, en annars er ekki unt að
leiða neinum getum að því, hve þessi framkvæmd kynni að
verða afleiðingamikil og blessunarrík.
Reynslan hefur oft sýnt, að þegar stormur guðmóðs og
hrifningar hefur farið um hugi þjóðanna og gagntekið hvert
mannsbarn, þá hafa jafnvel hinar minstu þeirra unnið af-
rek, sem nærri virðast óskiljanleg. Einkum hefur þetta komið
fram þegar þær hafa varið trúarbrögð sín, frelsi og menningu
fyrir erlendri ásælni og harðstjórn.
Vér ættum að hyggja vel að því íslendingar, að vér erum
ennþá alveg Iausir við þá þungu skuldabyrði, sein heitir her-
kostnaður og herskijlda, en svo er ekki víst að haldi áfram
að verða, ef vér meðfram vegna mikilla skulda verðuin í
ánauð annara þjóða, því að ásælni þeirra er margvísleg, lymsk
og viðsjál, einkum í fjármálum og „pólitískt“, og eru dæmin
út í heiminum á þessum árum mjög alvarleg áminning til
vor um þetta.
En einmitt herskylda og herkostnaður er frelsis-ánauð í
allra verstu og sárustu mgnd, sem almenningur í löndunum
vildi gefa mikið til að vera laus við.
Já, sannarlega ættum vér að hugsa vandlega út í þann regin-
mun sem er á því, sem hér er uin að ræða: að leggja fram í
éitt skifti fyrir öll einu sinni á æfinni lítið brot af því sem
maður á, og án þess að hafa af þvi veruleg óþægindi — ellegar
hinu: að fórna öllum cignum og sjálfu lifinu og samt að eiga
hvorttveggja þetta i stöðugri óvissu og hættu i'rá vöggu til
grafar!
Hætt er við að íslenzka þjóðin sé ekki fær um að standa
alveg ein, eins og ástandið er í veröldinni, ef hún sýnir þessu
máli það tómlæti að sinna því ekki, eða svo lítið, að ekki
verði það gagn að, sem verða mætti.
En þess er að vænta að það mæti skilningi og velvild hvers
einasta innborins manns með fullu viti.
Mun þá vel fara og heill og hamingja drjúpa í hvert spor
þjóðarinnar á götunni fram eftir veg.