Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 63
EIMHEIÐIN
NORRÆNT SAMSTARF
17ö
yfirlýsing, sem gefin er í bókinni um, að ekki sé mark takandi
á stjörnulíffræði minni, er ekki viturleg. Það er eftirtektar-
Tert, að þó að Anaximander sé þarna nefndur, þá er þess ekki
getið, sem kemur oss til að spyrja, hvort snillingur þessi muni
ekki hafa vitrastur verið hinna grísku heimspekinga. Anaxi-
mander virðist hafa verið fyrsti höfundur jarðfræðinnar, og
kann skildi glögt — fyrir nálega 2500 árum! — að mannkynið
á ætt sína að rekja til dýranna. Hinn andlegi frændi Anaxi-
Rianders, Lamarck, er ekki nefndur á nafn, og má þó ekki vera
svo stutt yfirlit yfir sögu vísindanna, að þess ágæta manns
Se þar að engu getið. Höf. virðist hallast að þeirri alveg frá-
leitu firru, að líf líkt þvi sem er hér á jörðu, sé sjaldgæft í
alheimi. Jafnvel þó að ekki væri í hverri vetrarbraut nema
einn hnöttur hygður vitverum, þá eru samt yfirgnæfandi líkur
til þess að tala slíkra lífstöðva mundi nema biljónum biljóna,
e^a þó meira væri til tekið. Og tilganginn með lífinu getum
vér glögt skilið.
Það sem oss ríður mest á hér á jörðu í vísindalegum efnum
er. eins og vikið var á, ekki fullkomnari (eða flóknari) hug-
a^yndir um rúm og tíma, heldur hitt, að koma líffræðinni i
samband við stjörnufræðina, skilja, að mannkynið er í svo
nriklum háska statt, að það er hin mesta fjarstæða að gera
sér nokkrar vonir um, að það geti átt langa og glæsilega fram-
tið fyrir höndum, ef ekki er algerlega breytt um stefnu. En
það verður ekki gert nema með þvi að uppgötva lífið á stjörn-
unum og hvernig fullkomnara samband við lengra komnar en
alveg eins náttúrlegar verur og vér erum hér á jörðu, er hið
eina sem getur komið oss á hina sönnu framfarabraut. Eða
n*- ö. o., valdið aldaskiftunum frá Helstefnu til Lífsstefnu.
Það er hlutverk hinnar norrænu mannættar að hafa for-
Sönguna í þessum efnum. Og er eftirtektarvert, hve einmitt
vísindaafrek hinna frægu Gyðinga eru fróðleg bending um,
að þaðan er ekki forustunnar að vænta, þó að engum ætti að
þoma til hugar að neita Semitum, Aröbum og Gyðingum um
iramúrskarandi hæfileika, eigi einungis til trúarbragðamynd-
unar, heldur einnig i stærðfræðivísindum og fleiru.
7. marz 1939.