Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 44
156
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
BIMREIÐIN
að hann — sem vildi umsteypa óró fortíðarinnar í ró sögunn-
ar — berðist við að varðveita alt það, sem hann í æsku hafði
lært að trúa á. —- En lífsskoðun miðaldanna var honum ekki
nægilegt veganesti til þess takmarks, sem hinn nýi tími setti
honum.
Meðan Bukdahl sér Anders Sörensen Vedel fyrir hugskots-
sjónum sínum, dreymandi stóra drauma, sem aldrei urðu að
veruleika, ritar hann sína fyrstu bók, „Den gamle Bys Dröm“
(Draumur gamla bæjarins) 1921. í henni er öllu rótað saman,
bölsýni, bjarthygð, galsatryllingi og hugarró. Bókin er ekki
aðeins endurskin af stórfeldum hugarórum Vedels og þeim
arnfleygu hugsjónum, sem fæddust i Bípum, en hún er, eins
og fyr er drepið á, fyrst og fremst draumur Bukdahls sjálfs,
draumur æskumannsins og þrá eftir að sigra sjúkar yfirveg-
anir og hugaróra og gera dagana að dáð.
Bukdahl sér, að hann lifir á samskonar tímamótum og landi
hans, Anders Sörensen Vedel. Draumar, ótti og efi eru fylgjur
allra hreytingatímabila. Sú kynslóð, sem lifir á þeim tímum,
þegar straumar mannsandans leita að nýjum farvegi, er altaf
full af hræðslu um að glatast. Þessi ótti við tortíminguna af-
skræmdi andlit mannkynsins eftir styrjöldina miklu. Á hverri
þúfu sátu — og sitja ennþá — volaðir spámenn, sem spá eyði-
leggingu menningarinnar í Evrópu. En slíkt trúir Bukdahl
ekki á. Og hjá þeim, sem láta sig dreyma, dreyma eins og
Anders Vedel, en sætta sig ekki við hrakspár, sér hann roða
fyrir morgni hins nýja tíma. Draumarnir eru fræ þeirrar til-
finningar, sem yljar andrúmsloft skynheimsins. Og án þess að
ylur hjartans fylli heim mannanna, sprettur enginn gróður
upp af báknum vélanna og rústum þeirrar menningar, sem
styrjöldin reif til grunna.
Eins og séð verður af ofansögðu er lífsstefna Bukdahls í
nánum skyldleik við rómantískuna. Hann neitar þvi heldur
ekki. Meðan flestir blása í básúnur fyrir raunsæisstefnunni
(realismen) og segja, að rómantískan sé draumablóm, sem
eigi sér rætur í skýjunum, þá heldur hann því fram, að róman-
tískan sé eins mikill raunveruleiki og alt annað. Bómantíska,
segir hann, er blátt áfram ávöxtur og endurspeglan þeirrar
skynjunar og þeirra tilfinninga, sem leita að stærri veruleika