Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 128
240
RITSJÁ
EIMREIÐIN'
slíku, og yfirleitt tekst höf. vel að gefa skýra og sanna mynd af þeim
liræringum, sem lielzt einkenna islenzkar skáldbókmentir vorra tíma.
I síðasta kafla, sem nefnist De tre store, hefur höf. lýst mjög vel þeim
skáldunum Stepliani G. Stephanssyni, Matthiasi Jocliumssyni og Einari
Benediktssyni og skáldskap þeirra.
Magnús M. Gíslason hygst að rita skáldsögur á dönsku, og heyrt höf-
um vér getið safns af sögum eftir hann, sem væri að koma út undir
nafninu „Hedens Ansigt". Má vænta liins bezta af þessum unga og ótrauða
liöfundi, sem með dugnaði og einbeitni hefur hrotist áfram, og sigrast
á ótal erfiðleikum í framandi landi. Héðan að heiman fór hann fátækur
sjómaður með tvær hendur tómar, en vonir og stóra drauma að vega-
nesti. Þær vonir og þá drauma telur hann nú fyrst vera að hyrja að
rætast.
Grein sú um konungsrikið ísland, sem Sveinn Björnsson sendilierra
reit í tímaritið LE NORD, 1. h. 1938, er nú komin út sérprentuð hæði á
dönsku og ensku, en greinar þessarar er áður getið í Eimreið, 3. h. 1938.
Þá hefur Eysteinn Jónsson ráðherra ritað grein i sama timarit, 1- 0.
1939, um framfarir á íslandi. í greininni, sem er rituð á ensku og
nefnist „Progress in Modern Iceland“, er lýst byltingum þeim og hreyt-
ingum, sem orðið hafa i atvinnulífi fslendinga og fjármálum síðustu
40—50 árin. í sama hefti ritar Páll Jónsson, liagfræðingur i Kaup-
mannaliöfn, stutt fréttayfirlit frá íslandi, þar á meðal allítarlega frá-
sögn af þátttöku íslendinga í lieimssýningunni, sem nú stendur yfir i
New-York. So. S.
Leiðrétting:
Eimreiðin 1938, 4. liefti, bls. 375 5: „Korintubækurnar" les: „Kroniku-
hækurnar“.