Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 61
eimreiðin
Norrænt samstarf,
r
Islendingar og aldaskiftin.
Eftir dr. Helga Péturss.
Raddir hafa heyrst um það, að tilraunirnar til norræns sam-
starfs séu ennþá mjög ófullnægjandi. Og það er enginn vafi
á því, að sú aðfinning er réttmæt. Norðurlandaþjóðirnar njóta
sín ekki til fulls fyr en þær verða mun betur samtaka en nú
er> og þau samtök eru gerð á réttri undirstöðu. En sú undir-
staða fæst ekki án hins rétta skilnings á sögu Norðurlanda-
tjóðanna og því hlutverki, sem hinu norræna kyni er ætlað að
vinna fyrir framsókn alls mannkyns. Og þá fyrst og fremst
hin miklu umskifti frá Helstefnu til Lifsstefnu.
íslenzka þjóðin er svo lítil, og um marga hluti svo miklu
siðri frændþjóðum sínum, að það hefur eðlilega gengið mjög
JRa að láta sér skiljast, að hennar hlutverk geti í þessum úr-
slitaefnum verið neitt sérstaklega þýðingarmikið.
t*að sem segja þarf er í rauninni einfalt mál, og þarf ekki
ttijög margra orða við til að taka fram aðalatriðin. Ef mann-
^ynið á að geta skift um frá Helsteínu til Lífsstefnu, þarf
bað að vaxa andlega fram yfir trúarbragðastigið. Ná til vísinda,
Þar sem áður hefur verið trú. Þetta þýðir vitanlega ekki, að
líta beri á það sem vísindalegan sannleika, er áður hefur að-
eins verið átrúnaður. En því síður það, að hinn vísindalegi
sannleikur sé á þá leið, að hinn ýmiskonar átrúnaður mann-
kynsins um aldaraðir, sé ekkert annað en barnalegar ímvnd-
anir og hafi ekki við neinn sannleik að styðjast.
Það sem þarf, er nýtt landnám í vísindum, í líkingu við
Það sem oft hefur orðið áður, en aðeins miklu stórkostlegra.
Heimurinn hefur verið numinn fyrir eðlisfræði og efnafræði.
þarf að nema heiminn fyrir líffræðina. Og það er ekki of
nnkið úr þýðingu þess landnáms gert þó að sagt sé, að meðan
Rffræði eins mannkyns nær ekki út fyrir þess eigin hnött og