Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 115
I'IMREIÐIN
RADDIR
227
góðar skýringar á uppruna sagnanna, vísum og vandskildum orðum og
tfaustur en fagur jdri búningur.
Klassiskt bókmentagildi fornrita vorra er löngu viðurkent. Þau eru sá
grundvöllur, er íslenzk nútímamenning að allverulegu Ieyti byggist á.
1Jau eru lykill að sjálfsþekkingu vorri, greina sundur frumstæða, en oft
sterka og göfuga, eðlisþætti skapgerðar og sýna frunirænt tilfinningalíf
yort sem i fagurri skuggsjá eða stækkunargleri. fslenzkar fornbókmentir
eru sá Mimisbrunnur heilbrigðrar lífsspeki, er seint verður þurausinn.
°g hver veit, hve mikinn þátt þær munu eiga í þvi að skapa lífsskoðun
tramtíðarinnar?
Lítill en valinn bópur mentaðra norrænufræðinga annast um undir-
óúning útgáfunnar og gerir það svo ágætlega, að allir dómbærir menn
Ijúka á starf þeirra einróma lofsorði. Loks er pappir, prentun, myndir og
l>and með þeim afbrigðum, að slíks eru varla dæmi i íslenzkri bókagerð.
Margur skyldi því ætla, að hin bókelska og námfúsa íslenzka alþýða
gleypti við þessum fögru og góðu bókum jafnóðum og þær koma út.
svo er ekki. Hvað veldur? Er lestrarþrá fólksins að þverra? spyrja
Láskólamenn vorir og aðrir mentafrömuðir. Er þjóðmenning vor að
'jrtikna í flóði erlendra skrílbókmenta? Kann ekki fólkið lengur að meta
bað bezta, sem hugsað og ritað liefur verið á íslenzka tungu?
Svo spyrja menn. Sumir svara játandi, aðrir þykjast ekki vita það.
g svara hiklaust: nei. Völuspá, Njála og Hrafnkelssaga, eins og önnur
S18ild verk, eiga alls staðar gengi að fagna, þar sem íslenzk tunga er
löluð. Ennþá sækir fjöldi manna um alt land afl og þor til íslendinga-
sagna. Ég þekki marga menn og þá ekki alla af gamla skólanum, scm
Scgjast grípa íslendingasögur sér í liönd, þegar andstreymi, þreyta eða
þunglyndi steðja að. Fyrir fáu námsefni er hægt að vekja meiri hrifningu
ubrigðs og sæmilega greinds æskulýðs í skólum cn lestri og skýring-
Un* Eddukvæða og fornsagna, sé vel á haldið.
•^f hverju kaupa menn þá ekki fornritin meira en gert cr? Svarið er
11 r e>nfalt. Þau eru of dýr. „En þau eru ekki dýr,“ segja þeir, sem að
btgáfunni standa. Það skal viðurkent, ef miðað er við verð annara bóka.
n l)au eru of dýr miðað við kaupgetu alls þorra manna, sem er mjög
. m°rkuð. Margur lestrarfús maður lítur yfir auglýsingarnar eða í bók-
ugluggann löngunaraugum og hristir síðan höfuðið. Þetta er sýnd
Cn gefin, hugsar hann. Þúsundir manna óska sér þessara bóka
e'gnar og lestrar, en geta ekki eignast þær. Þeir menn, sem ráða
'erðlagi fornritanna, virðast ekki þekkja fátækt fólksins né vita, hve
1 l)að þráir fyllra líf i samfélagi við bækur. Þeir, sem áfellast Jietta
ma fátæka fólk fyrir tómlæti, vita ekki, hvað þeir gera.
Ur
varpað
gróða-
vtssum áttum hefur jmnguin ásökunum og næsta óbilgjörnum verið
1 garð Fornritafélagsins og því haldið fram, að fyrirtækið væri
lau al'innustofnun, sem veitti fáum og útvöldum mönnum vel-
End^ Star^- ^vort slíkar staðhæfingar eru á rökum reistar, veit ég eigi.
a skal það ekki rætt hér. Það kemur ekki málinu við, heldur hitt, að