Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 116
228
HADDIR
eimrbiðin
fyrirtækið beri varanlegan og andlegan ávöxt með þjóðinni. En það get-
ur ekki orðið nenia fornritin komist i liendur sein allra flestra bókhncigðra
manna og kvenna. Það getur þó ekki orðið með núgildandi verðlagi A
þeim, fyrr en efnahagur manna liefur batnað. Og þar sem útlit fyrir það
er þvi miður ógott, sé ég engin önnur ráð til úrbóta en að verð bók-
anna sé lækkað að miklum mun. Vitanlega verður fyrirtækið að vera
rekið á öruggum fjárhagsgrundvelli. En verður liann ekki öruggastur, ef
öll þjóðin stendur einliuga með útgáfufyrirtækinu? Svarar það ekki bezt
hlutverki sinu, ef það gerir öllum þorra fólksins kleift að eignast þessa
gimsteina og njóta þeirra i tóinstundum, að afloknum önnum dagsins?
Allveruleg verðlækkun, segjum um þriðjung, mundi líka hafa i för nieð
sér stórkostlega aukningu kaupendatölunnar, svo að vandséð er, hvort
fyrirtækið bæri sig nokkuð verr en áður, fjárliagslega séð.
Ég beini orðum minum til þeirra, sem lilut eiga að máli og mæli fynr
munn fjölda manna og kvenna i alþýðustétt. Hér er um réttmætar kröfur
að ræða. Er það ekki bændafólkið á íslandi, sem hefur varðveitt is'
lenzka tungu frá glötun á liðnum öldum? Er það eklii það, sem hefur
geymt menningarverðmætin og skilað þeim frá kyni til kyns? Ég ætla,
að það verði ekki véfengt. Varðveizla tungunnar hefur verið mesta sjálf"
stæðismál íslendinga og verður enn um ófyrirsjáanlega langan tima. Hlut-
deild fólksins, alþýðunnar, í þvi máli er engan veginn lokið og má ekki
vera lokið. Þess vegna má ekki læsa fyrir fátæka fólkinu fjárhirzlum
gullaldarbókmenta vorra. En það er einmitt verið að gera með því a®
bjóða þvi þær við óviðráðanlegu verði. Lækkið verð fornritanna; stækkið
upplagið, ef þörf gerist! Þá mun áskrifendum þeirra fjölga og lesend"
unum þó meira, þvi að mentaþrá fólksins stendur oft i gagnstæðu lilut-
falli við efnahag þess. Fjölmennu lieimilin eiga lika jafnan minna fc
aflögu cn hin fámennari.
Hafa nú verið færð rök nokkur fyrir máli þessu. Vænti ég, að þeim
verði annað livort mótmælt, eða þau tekin til greina. Verði það gcrt’
munu þúsundir manna votta útgáfufyrirtækinu þakklæti sitt og stuðn-
ing, augu margra unglinga munu opnast fyrir gildi snjallra bókmeiita
og islenzk þjóðmenning i nútíð og framtíð njóta góðs af.
Þóroddur frá Sand^