Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 81
eimreiðin
HERRA TIPTOP
193
°g hann var búinn að taka sainan í huganum það, sem hann
ætlaði að segja, þá bókstaflega misti hann kjarkinn, og það
Var hér um hil altaf á sama stað, rétt fyrir utan dyrnar á
einkaskrifstofu forstjórans. Þá fór hann æfinlega að titra og
hikna í hnjáliðunum og fékk verk í magann.
Nú skyldi þetta þó verða öðruvísi. Nú skyldi hann ekki
Vlkja af hólmi. Og þangað til var hann að velta þessu fyrir
Ser, að hann var búinn að æsa sjálfan sig upp í hvílíkt heljar
°réttlæti þetta væri, og nú heimtaði hann meira kaup. Og þessu
«1 staðfestingar stóð hann upp, henti frá sér blaði og hlýanti
°g sló í borðið. Hann var búinn að semja pistil, sem hann
ætlaði sér að flytja með þeirri einurð og þeim skörungskap,
Sem slíku erindi sómdi.
Hann strunsaði gegnum bæði herbergin, sem lágu að for-
stjóraherberginu, drap á dyr og opnaði. Ekkert skyldi framar
t''ufla hann. Hann byrjaði strax i gættinni. Herra forstjóri, ég
‘ rnig langaði til að — þá byrjaði hann að stama og lappirnar
að hristast undir honum. Kjarkurinn var á þrotum. Var það
ekki merkilegur djöfull hvað þessi maður hafði mikil áhrif
11 hann. Hann virtist hlátt áfram sjúga út úr honum allan vilja
°g alt þrek. Forstjórinn var að lesa bréf, þegar hann kom inn,
en leit upp, þegar hann hyrjaði, og horfði á hann með hvöss-
Urn myndugleik í augnaráðinu. Guðmundur Jónsson gat ekki
1Ueir, honum fanst hann nísta sig í gegn. Það fór alt í eina
hringiðu í höfðinu á honum. Hann varð kveikmáttlaus og
klumsa. Það var aðeins ein ósk, sem gagntók hann á þessari
stundu, það var að komast út — út-út héðan sem fyrst, því
kauphækkun kom honum ekki til hugar að minnast á framar,
tyr skyldi hann láta drepa sig. Hann var alveg að verða að
kvikindi þarna frammi við dyrnar, og hann óskaði sjálfum
Ser af heilum hug niður úr gólfinu.
Já, hvað var það? Hvað er yður á höndum Guðmundur?
F'orstjórinn ræskti sig.
Guðmundur hvítnaði upp. Hvað í ósköpunum átti hann að
Segja? Hann fann kaldan svitann spretta út á sér, og honum
ki við yfirliði. Veikur, það kom eins og örskot í hugann, þvílík
guðsmildi að honum skyldi hugkvæmast þetta orð.
Hm, hm, ja, ég skal segja yður, herra forstjóri, ég — ég er
13