Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 31
eimreiðin
BARÁTTAN VIÐ ÞOKUNA
143
I ékkóslóvakía, hefur nýlega sætt slíkum örlögum. Vér höfum
ekki glatast né orðið úti enn og verðum vonandi aldrei, ef vér
höfum lært nægilega af villunum og víxlsporunum, lært svo
Riikið, að vér ættum að mega treysta því, að fengin reynsla
fækki þessum villum hér eftir og komi í veg fyrir nýjar á
timum þeim, sem í hönd fara. Traustið á því, sem innlent er,
Pví sem kjarngott er og heilbrigt í gamalli þjóðlegri menningu
vorri, á fyrir sér að aukast, en ofmatið á því erlenda að minka.
í stað þess að gleypa við erlendri gagnrýni, — einkum el' hún
er lofsamleg — á svo einfeldnislegan hátt, að það er stundum
ems og um himneska opinberun sé að ræða, ef símað er hingað,
t- d. frá Danmörku, erlend ummæli um íslenzk skáldrit,
svo tekið sé dæmi, enda þótt oft sé auðsýnilega um verksmiðju-
^ðnað bókaforlaga eða sölumanna að ræða, — þá ættum vér að
higna hverri þeirri innlendri gagnrýni, sem miðar að því að
rjúfa þokuna og sýna oss hlutina eins og þeir eru falsgyllinga-
laust.
Stundum verpur þjóðtrúin íslenzka skærari birtu yfir djúp-
tæk sannindi en nokkur hálærður heimspekingur megnaði að
gera í mörgum fyrirlestrum. Svo gerir hún til dæmis í ævin-
týrinu um þokuna. A smalaárunum var okkur sagt, að ekki
Diaetti formæla þokunni. Því þokan er kóngsdóttir í álögum.
Engri ungri þjóð, né ungum og heilbrigðum einstaklingi, kæmi
1 hug að formæla erfiðleikunum, sem verða kynni á leiðinni,
°g láta hugfallast. Þar sem þeir eru glitrar oft á gimsteina og
ójTar perlur, sem sigurvegarinn fær að launum. Og þegar þok-
an legst köld og grá yfir landið, þá er engin hollari speki né
hýpri til að taka á móti henni með en speki þjóðtrúarinnar
Urn kóngsdótturina fögru, sem bíður undir álagaham þokunn-
ar- Hafirðu séð heiðmyrkur falla af herðum Fjallkonunnar
nm kyrran sumardag, þegar sól er hæst á lofti, þá hefurðu séð
bessa kóngsdóttur ævintýrsins. Þar sem hún rís tígin og frjáls
UPP úr hafi þokunnar, lauguð í geislum hádegissólarinnar,
gefur að líta þá fullkomnustu táknmynd þeirrar framtíðar,
sem þrátt fyrir öll víxlspor og villur er þó sífelt verið að reyna
aS skapa þessari þjóð.
3. júni 1939.
Sveinn Sigurðsson.