Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 85
EIMREIÐIN
HERRA TIPTOP
197
Hann hélt áfram að spegla sig, setti andlitið í ýmsar stell-
•ngar. Það versta var, að honum fanst hann tilkomumestur
dálítið illilegur á svipinn, en það gat ekki gengið; með því gæti
hann algjörlega snúið Stínu frá sér, ef hann kæmi með einhvern
Hussolinisvip, þegar hann sækti hana á ballið. Eftir mikía
fyrirhöfn datt hann ofan á eitt: að brosa örlítið út í annað
niunnvikið og lygna augunum ósköp lítið aftur um leið. Það
'-ar fyrirtak. Nú þurfti hann aðeins að æfa sig vel, svo það
yrði eðlilegt, því annars gat það orðið að kjánalegri grettu.
Hezt að fara í kjólfötin, hugsaði hann, og sjá hvernig hatt-
unnn færi við þau. Hann var ekki fyr búinn að hugsa hugsun-
*na en hann framkvæmdi hana. Hann snaraði sér úr fötunum,
tók kjólinn ásamt tilheyrandi skyrtu út úr skápnum og fór
nð klæða sig. Það var gott að hann fékk þetta frí, svo hann
gæti notið dagsins í ró og næði. Samvizkan gerði vart við sig,
það var þetta með húsaleiguna, en það þýddi ekki að fást um
þnð, nú var hann búinn að kaupa hattinn, og þar við sat,
Punktum og basta.
Hann var kominn í skyrtuna og buxurnar og var að glíma
Vlð að setja á sig flibbann. Það gekk í nokkru þófi fyrir hon-
Uln, en þar hafði hann það samt. Hann fór í vestið og rann
Inn i silkifóðraðan jakkann. Nú var aðeins kórónan eftir. Hann
Setti á sig pípuhattinn í annað sinn, með miklum hátíðleik, og
teit hrifinn á sjálfsmynd sina í speglinum. Hann tók sig sannar-
'e§a vel út, og vel vaxinn var hann, miðmjór og herðabreiður.
Ójá, hann hafði líka vit á því að láta stoppa út fötin sín, þó
þessir aular hérna hefðu ekki vit á því, en gengu siginaxla
eins og kampavínsflöskur um göturnar.
Hann færði annan stólinn fram fyrir spegilinn og settist,
þftllaði sér aftur á hak, setti handleggina í letilegar stelling-
ar og horfði hugfangnum augum á sjálfan sig. Tiptop heims-
lnaður! Hann tók silfurbúið sigarettuveski, sem var að vísu
ekki egta, en hver vissi um það, upp úr vasa sínum, fékk
ser sigarettu, kveikti í með bensínkveikjaranum og blés þykk-
llrn reykjarmekkinum út úr sér. Það bætti alt annað upp, að
hann hafði eignast sigarettuveskið, gerði hann enn þá tilkomu-
nieiri, þegar hann byði Stínu sigarettu og smelti því aftur með
tilheyrandi virðuleik.