Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 44

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 44
188 FRÁFÆRUR OG YFIRSETA eimreiðin skilnaðinum, en að því búnu rekin á fjall, þar sem alls kyns liættur biðu þeirra, litlu ógætnu munaðarleysingjanna, en ærnar voru fengnar smölunum og seppum þeirra til strangrar geymslu. Nú var einnig búið að lengja vinnudag fólksins á heimilunum, sem þó jafnan var nógu langur áður. Var það þó einkum kven- fólkið, sem þurfti að bæta við sig 2—3 vinnustundum dag livern, því það var svo, að mjaltir og flest önnur vinna við mjólkina varð algjör aukavinna, þar sem, eins og fyrr segir, allir liöfðu haft nóg að starfa fyrir fráfærur. En sú var bót í máli, að eftir 3—4 daga var nóg til af smjöri og skyri, og öll ílát í búri full af mjólk. Þá var komið „lag á mjólkina“, eins og það var kallað. Hér liefur nú verið sagt frá, í stórum dráttum, þeirri fyrirböfn og því erfiði, sem fráfærunum fylgdi fyrir fullorðna fólkið. En svo langar mig til að segja frá þætti smalanna og lýsa ævi J>eirri, sem þeir áttu, þegar illa viðraði eða miklar rigningar gengu. Þær voru smalanna versti óvinur, þó að þokan þætti vond. Smalar voru, sem fyrr segir, oftast óliarðnaðir unglingar eða börn. Til frásagnar ætla ég að taka einn dag úr smalalífi mínu, J)ótt fleiri komi þar við sögu, enda voru svona dagar sámeign allra smalá og munu allir þeir, sem setið hafa yfir kvífé, kannast við það. Ef einliverjum, sem þetta les eða heyrir, kynni að detta í hug, að foreldrar og aðrir, sem létu börn vinna svona vinnu, liafi blotið að vera harðbrjósta og tilfinningalausir týrannar, J)á er það mesti misskilningur. Fólkið var J)á alveg eins og það er enn, elskaði börn sín og vildi þeim og öðrum, sem bjá því vann, allt bið bezta. En lífsbaráttan var liörð ])á, eigi síður en nú, og börnin voru vanin J)ví ung að taka þátt í henni. Voru þau nijög brýnd til að draga í engu af sér, en vinna foreldrum og öðrum, er þau dvöldu bjá, allt það gagn, er þau máttu. Hitt verða inenn og að skilja, að þá voru engin tök á að bæta úr ýmsu því, sem nu væri mjög auövelt að bæta úr, eins og með t. d. lilífðarföt, bæði fyrir kulda og regni, í einni eða annarri mynd. „Svo verður að búa, sem á bæ er títt,“ og liver kynslóð er að miklu eða öllu leyti báð þeim tíma, sem hún lifir á, eða eins og sagt er: barn sinnar aldar. Og befst nú þáttur smalanna. Það var nótt eina í júlí 1890, ég var þá 12 ára garnall, að ég vaknaði við ])að, að mamma mín stóð við rúmstokk minn og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.