Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 51

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 51
eimreiðin GERVIHETJUR 195 1 Islendingasögunum eru mörg kunn dæmi um menn, sem ólu á rógi og urðu valdir að friðslitum milli einstaklinga og ætta. Þeir urðu of.t þess valdandi, að vinir börðust og víg voru framin, sem leiddu til stórfellds innanlandsófriðar. Þessir friðarspillar voru oftast litlir drengskaparmenn, hetjur meðan hægt var að vinna myrkraverkin, án þess að upp kæmist, ófærir til að taka afleiðingum gerða sinna og blauðir, þegar á hólminn kom. Sumir sorglegustu og örlagaríkustu viðburðir Islendingasagna gerðust fyrir atbeina slíkra manna. Gervihetjur fornaldarinnar voru að vísu fyrirlitnar og hafðar að spotti, en þær komu eigi að síður illu af stað, og svo er enn. Gervihetjurnar þurfa að liverfa úr lífi þjóðanna, og sízt af öllu mega þær komast í þá aðstöðu að verða leiðtogar þeirra. Ef lesin er saga þjóðanna ofan í kjölinn, kemur í Ijós, liversu oft þessari manntegund hefur tekizt að komast til æðstu valda í, þjóðfélögunum, til þess síðan að grafa undan þeim og veikja allt heilbrigt líf þeirra og starf, unz þau urðu ófær til að gegna lilutverki sínu, liðuðust sundur, leystust upp eða urðu öðrum og sterkari aðilum að bráð. Þjóð, sem gerir sér gervilietjur að leiðtogum, er dauðadæmd þjóð. Hún má eiga það víst að glata frelsi sínu. Áður en hún veit af l'afa kúgarar liennar „flogið þar aftur á liræ“, sem hún taldi öruggt fyrir. En sú þjóð, sem að dæmi Grettis þekkir sínar gervi- hetjur og gerir þeim tilhlýðileg skil, sviptir af þeim skaðsemdar- Wæju sjálfsblekkingarinnar, svo þær hlasa við í sama Ijósinu og Gi8li forðum, liún þarf ekki að óttast álirif örverpa sinna á liag sinn og vöxt. Hún liefur séð í gegnum blekkinguna og kann að greina hismið frá kjarnanum í sáðreit sinnar eigin samtíðar. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.