Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 53

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 53
EIMREIÐIN HJÁLPIN AÐ HEIMAN. - ÁHRIF ERLENDRA BLAÐA 197 1945 liðu þannig, að hún varð lítt aðnjótandi hinna bættu efna- legu kjara ættþjóðar sinnar. En þetta er aðeins eitt dæmi nieðal fleiri. Hefði ekki verið rétt, þegar hinar rausnarlegu gjafir voru gefnar Danmörku, að séð liefði verið til þess um leið, að öllum Islend- ingum — líka þeim fátækustu — hefði verið sendur ofurlítill böggull? Þá landa, sem hafa meðtekið marga pakka frá vinum og vandamönnum liér, síðan styrjöldinni lauk, liefði þessi litla auka- gjöf ef til vill ekki skipt miklu máli; en hina, sem hefur ennþá ekkert verið sent, myndi það liafa glatt stórlega að sjá og finna, að gamla Island mundi eftir þeim. Síðan gátu menn liafið inn- söfnun handa Dönum. Enda liefði uppliæð sú, er nam milljón króna, ekki skerzt til muna við þetta tiltæki. Þetta hefði verið Islendingum í Danmörku þeim mun kærkomn- ara einmitt vegna þess, að því verður ekki neitað, að þeir hafa °rðið að sæta dálitlum napurleika, síðan sambandslögin gengu úr gildi. Fæstir dönsku fjölskyldumennirnir munu liins vegar hug- leiða það, þegar þeir ganga inn í lyfjabúðir í Kaupmannahöfn, þar soni þeir eiga lieimtingu á ókeypis „Vitaminolu lianda börnum sínum (en það er búið til úr lýsi), að þetta sé gjöf frá Islending- llm; en ef fátækir Islendingar beiðast þess að mega kaupa sama varning til að styrkja sig á, er því stranglega hafnað. Hér vil ég taka það fram, sem ég lief áður gert í viðtali við íslenzk blöð, að andúð sú, sem orðið liefur vart gagnvart Islend- úigum á þessum síðustu árum, er fyrst og fremst, ef ekki algerlega, óheppilegUm blaðaskrifum að kenna. Reynzla stríðsáranna hefur sýnt, að með nægilega mörgum blaðagreinum og útvarpsræðum er liægt að æsa lýðinn upp og telja honum trú um svo að segja livaða vitleysu sem er. Þarf í því sam- bandi ekki annað en minna á áróður Þjóðverja, og nú síðar hlið- stæðu hans: sjálfshól og hernaðardýrkun sumra sigurvegaranna — að ógleymdum vaðlinum um „konungs-hetjuskapinn“ á Norður- löndum og svipaðar lokleysur, sem menn þó skyldu ætla, að upp- lýstar þjóðir tuttugustu aldarinnar teldu sér illa samboðnar. En ^vers vegna sumir blaðamenn liafa talið það skyldu sína að þyrla UPP ryki um öll mál, er ísland varða, og jafnframt gert sitt til að spilla á milli þjóðar sinnar og vorrar, virðist mér torskilið og 'œgast sagt harla óviturlegt.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.