Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 57

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 57
eimreiðin TVÖ SKAUT STJÓRNMÁLANNA 201 sem það er að fullu á komið — samkvæmt eðli sínu og innræti liarðlega útilokað, að sjónarmið og starfsliættir lýðfrelsis og al- mennra mannréttinda fengi að starfa og festa rætur innan sinna vébanda. Til þess beitir það fullkomnu eftirliti á öllum sviðum. Auk þess gætir það þess vandlega, að sem minnst vitneskja um almenningshagina berizt nt fyrir landamæri sín til andstöðu- kerfisins. Ef ályktað er aðeins út frá einkennum hvors kerfisins fyrir sig má sýnast, að valið ætti að vera auðvelt og einsætt. Hver myndi vera sá, sem ekki kýs almenn mannréttindi (frjálsar kosningar, málfrelsi, fundafrelsi, félagsskaparfrelsi o. s. frv.) og lýðstjórnar- fyrirkomulag, lieldur en svipting alls mannfrelsis og almennra mannréttinda og einræðisstjórnarfar? En þótt valið út frá þessum sjónarmiðum virðist vera, eða ætti að vera, einsætt, þá er samt nú svo komið, að vafasamt er, liver úrslitin verða innan livers ríkis að lyktum í átökunum milli kerf- anna. Því veldur m. a. aðstöðu- eða aðferða-munur sá, sem fyrr er getið. Það er enginn smáræðis aðstöðumunur, að annar vald- streituaðilinn fær að lialda uppi látlausum áróðri og skemmdar- Marfsemi innan vébanda mótaðilans jafnframt því, sem hann ^yrgir sjálfan sig inni fyrir öllum áróðri og álirifum frá bans Eendi. Þessi er þá líka meginástæðan til þess, hversu mörgum einstak- lingum og nær að kalla heilum stéttum lýðveldisríkjanna skjöpl- ast og getur skjöplazt valið. í*að virðist vera verkamannastéttin, kennarastéttin og nokkrir Oienntamenn, sem einna almennast og eindregnast hneigjast að 8ósíalismanum og bagkerfi hans. Jafnvel nokkrir bændur eru snúnir til fylgis við bagkerfi og stjórnkerfi sósíalismans. Einna hatramast er það, að verkamenn skuli hneigjast að kerfi 8ósíalismans. Ef það yrði ofan á í valdabaráttunni, eru þeir þar — eins og aðrir — sviptir ekki einasta öllum almennum Rtannréttindum, sem þeir fá að njóta í stjórnkerfi lýðveldisins, heldur einnig samtakaréttinum og verkfallsréttinum, sem þeir telja sín dýrmætustu réttindi. Skýringin á liinu eindregna fylgi þeirra getur vart verið önnur en sú, aö þeir skilja ekki, livað það er rannverulega, sem liagkerfi og stjórnkerfi sósíalismans liefur að ^jóða þeim. Þeir eru í „góðri trú“, blekktir af áróðri þeirra, sem

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.