Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 63

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 63
eimreiðin FLÓTTI 207 En því kom hann ekki til lians sjálfur, ef honum fannst slík aðvörun nauðsynleg, í stað þess að koma lienni á framfæri á þenn- an hátt? Það var ekki gott að skilja í Sæmundi. Gat það verið, að Sæmundur hafði sjálfur séð á honum, að hann bjó yfir leyndum ótta? Ef svo var, þá var greinin djöfulleg, slík ritsmíð var þá ekki mennsks manns æði. Læknirinn kipraði saman augun og starði enn á blaðið. Nei, það gat ekki verið, að Sæmundur liefði nokkurn grun, það var ómögulegt. Þeir störfuðu að vísu næsturn því daglega saman eða hittust að minnsta kosti næstum daglega. Stundum kafði honum fundizt Sæmundur liorfa einkennilega á sig, einkurn nú síðustu mánuðina. En samt gat það ekkert verið. Læknirinn kristi höfuðið. Svo stóð liann allt í einu upp og gekk að spegli, 8em stóð í einu horni lierbergisins. Þenna spegil liafði hann fengið úr búi tengdaföður síns. Spegillinn liafði um tíma þótt gamaldags, en það var á þeirn eymdardögum þegar allt átti að Vera óskreytt og liornrétt. Læknirinn leit á sig í speglinum, tók af sér gleraugun og strauk með annarri liendi fast um báðar kinnar ®ér, eins og liann væri að slétta af þeim lirukkur. Það var ekkert a konum að sjá, útlitið var eins og vanalega. Hann gekk nær spegl- mum með einu snöggu skrefi. Var eins og aðeins slægi gulum blæ é húðina? Það var ljósinu að kenna. Nú léku sólargeislarnir ®ér um alla stofuna, léku um borð og stóla, blöð og myndir. Þetta, 8em hann liafði fundið til, var vafalaust venjulegur gigtarverkur, témur liégómi, þreyta eða þá liugarburður. Hann liafði lieldur eEki fundið til neins, sem benti á, að liann hefði gallsteina . Læknirinn gekk aftur frá speglinum og út að glugga, sem snen dálitlum garði. Konan hugsaði undur vel um þennan garð. Læknirinn horfði út um gluggann, en ])ó var eins og hann sæi ekkert. Augun voru tóm, það var eins og augnatóftirnar væru holar og gapandi. Hann var liugsi. Svo sneri liann sér óþolinmoð- ^ega frá glugganum og hreyfingarnar voru líkastar því, að liann hristi eitthvað af sér. Grunur, hugarburður og vitleysa. Læknirinn tók annað blað, sem lá á borðinu og fletti því. Þar var Lka afmælisgrein um hann eftir Þ. Þ. Það var forseti krabbameins- ' arnar-sambandsins, sem átti þá stafi. Læknirinn las greinina kiuslega yfir. Þar var æviferill hans nákvæmlega rakinn, en í lokin Var því lýst yfir, að krabbameins-varnar-sambandið liefði akveðið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.