Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 71

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 71
lOUIUEIÐIN FLÓTTI 215 Hermann prófessor ók eftir götunum, einni af annarri — og ók nokkuð liratt. Honum varð við og við litið á mannstrauminn, pennan allavega lita mannstraum, sem minnti á silungsá í sól- skini. Það var ekki fyrr en liann var kominn næstum því alla leið út úr borginni, að hann fór að liugsa um það, sem borið hafði við síðasta klukkutímann. Svarið hjá Sæmundi var afdráttarlaust, 8jálfur var hann ekki í minnsta vafa. Þeir höfðu enn einu sinni athugað öll atriði nákvæmlega. Hann liafði brotið upp á því við Sæmund, live lengi lífdagarnir gætu treynzt, en Sæmundur liafði vikið sér undan að tala um það. Þetta var skiljanlegt. Þögli Saemundar var nóg svar — og hann vissi þetta auk heldur sjálfur. Svo datt það tal niður. Þeir sátu þögulir dálitla stund, en svo hafði liann farið í frakkann sinn og til dyra. Vissan var fengin. En svo var hitt, sem enn var ósvarað: Hvað átti liann að gera? Um leið og þessari gömlu spurningu skaut upp tók hugur lians að reika frá einu til annars. Hann gat ekki fengið tak á nokkru svari. Læknirinn ók áfram. Á vinstri liönd var óþrifalegur bær. Þaðan var seld mjólk í nokkur hús í borginni. Læknirinn sá óglöggt allskonar véladrasl á hlaðinu. Svo fór bærinn í hvarf. Hvað átti hann að gera? Hann gat ekkert gert. Hann var sjúkur og aflvana. Hann gat ekki staðið frammi fyrir neinum ntanni. Hann varðaði ekki um neina menn, lieldur dauðann. Það var svo sem ekkert að óttast, en dauðinn, sem liann liafði harizt við, frá því hann var ungur maður, var voldugur, ekki ósigrandi í bili, en alltaf sigursæll á endanum. Það var auð- vitað. En við liliðina á dauðanum liverfa menn og málefni. Engar dyr eru svo stórar, að dauðinn fylli þær ekki, ef liann stendur á þröskuldinum. Hugsanir um eitt eða annað þyrluðust í höfði læknisins eins og sundurtættir skýjaflókar í miklum stornn. Honum var líkt innanbrjósts eins og áður en liann fór til Sæmundar. Honum duttu margir menn í hug. Nú virtu þeir hann, en ef hann gæfist upp, játaði, mundu þeir fyrirlíta liann. Sann- leikurinn stóð nú frammi fyrir honum í líki fyrirlitningar og í líki dauðans. Það var enginn efi á, að hann yrði fyrirlitinn, jafnvel af börnum sínum. Ekkert er jafn auðmýkjandi fyrir for- eldri og fyrirlitning óspillts barns. Krabbameins-varnirnar, bó að hann flýði, var ekkert að óttast þeirra vegna. Eitt var þó víst, varnirnar gátu ekki skaðað, ekkert tjón gert á nokkurn hátt.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.