Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 81

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 81
EIMREÍÐIN fornritin og visindamennirnir 225 haus í heimi þuísa hann engum svá manni.“ Eins og vant er verður gallaður texti fyrir vali þeirra. 1 stað -,,vá“ og „í“ liafa önnur hdr. „vann“ og „ur“. „Þvísa“ og „svá“, sem eru bersýnilegar ritvillur, fyrir „þessum“ og „sinn“, eru látnar standa óleiðréttar í vísunni, en í þýðingunni til nút. máls er: -,,svá liaus“ = svo liöfuð sitt. Þeir færa liana til óbundins máls þannig: „Aldri seldi Áleifr enn digri engum“ (!!) „manni svá liaus í þvísa“ (!!) „lieimi. Hann vá opt sigr.“ (Auðsjáanl. villa fyrir sigra, þar sem ólíklegt er að liann liafi unnið opt einn sigur). 1 skýringum þeirra segir svo: „Vera má að tvöföld neitun (aldri — engum) sé hér af ásettu ráði til áherzlu.“ Fyrr má nú rota. Hver meðalgreindur maður sér þó, að lesa her: »Engum aldri seldi Áleifr“ = Á engum aldri = aldrei seldi Áleifr s. frv. M. ö. o. livorki ungur né gamall. Með rúnastafsetningu liefur liin upphaflega vísa, að því er virð- ist, verið 64 rúnir. Leiðrétting misrituðu orðanna „þvísa“ og „svá“ breytir ekki rúnatölunni. „silti alaifr altri = 16 ubt uan sikra in tikri = 18 haus ur haimi þisuni = 16 lian sin ikum mani.“ : 14 — „Áleifr inn digri vann opt sigra; hann seldi engum aldri liaus sinn manni ór þessum heimi.“ Það er leiðinlegt, að íslenzkar orðabækur eiga sammerkt um það, að þessar röngu merkingar eru prentaðar þar athugasemda- laust, sem væri þær vafalausar. Þegar menn reka sig á þessar röngu merkingar fá menn ótrú á öllu, sem í orðabókunum stendur, ef ttienn geta ekki sjálfir gengið úr skugga um réttmæti þess, og auk þess ótrú á íslenzkri vísindamennsku og vísindamönnum, sem yon er. Hér við bætist og, að ýms sjaldgæf orð eru skýrð þar, án þess að þess sé getið, að skýringin sé vafasöm, þar sem hún sé aðeins til- gata höfundar orðabókarinnar. 1 48. kap. Ól. s. li. eru þessi orð liöfð eftir Ólafi konungi: 15

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.