Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Síða 87

Eimreiðin - 01.07.1946, Síða 87
eimreiðin FRA LANDAMÆRUNUM 231 uni að láta hann á frú Perry. Ég lét hringinn á græðifingur hægri handar minnar, og var Margarette nú látin koma inn. Hún neri sam- an höndum í ákafa og dr. Cannon snart vinstri hönd hennar með hægri hendi sinni. Margarette gerði þá sveiflu með hægri hend- inni í áttina til mín og bað mig að taka ofan hringinn og færði frú Weatheread. Samskonar tilraun var endurtekin með úr frá ungfrú Myers, sem lagt var á arinhilluna. í*að sem vakti mesta furðu við báðar þessar tilraunir var, hve Margarette var hiklaus og fljót að finna og staðgreina hlutina. Rhonda var því næst beðin að ganga út, sem hún gerði, og bað i>ún frú Perry að koma með sér. Meðan hún var í burtu, sagði dr. Cannon fundarmönnum, að hann hefði lagt fyrir Rhondu í hugan- um að koma með styttu af kín- versku goði, sem stæði í einu af svefnherbergjunum .— og þetta gerði Rhonda fljótt og hiklaust. Svipuð tilraun var gerð strax á eftir, en nú var það koddi úr einu svefnherbergjanna, sem Rhonda var látin sækja, og framkvæmdi hún þetta fljótt og vel. Dr. Cannon sagði okkur því næst að binda fyrir augun á sér og sýndi okkur hvernig ætti að gera það. Tvöfalt lag af bómull var sett yfir hvort auga og síðan óundið fyrir með fjórföldu hand- lilaaði. Við skoðuðum nákvæmlega bsði bómullina og handklæðið til þess að ganga úr skugga um, að engir gallar væru á, og við erum alveg viss um, að engin myrkvun gat verið öruggari en þessi. Þá það dr. Cannon okkur um að fá sér eitthvað að lesa, og við fengum honum eintak af „Daily Mirror“ °g gáfum honum um leið til kynna hvar við vildum láta hann lesa UPP úr blaðinu, með því að láta hann snerta þann stað. Hann las upp nákvæmlega orði til orðs og lýsti jafnframt mynd, sem grein- inni fylgdi. Hr. A. de Vane Smythe valdi því næst lestrarefni og Parkin liðsforingi mynd af brúðkaupsfólki, og var þetta hvorttveggja lesið og útskýrt í öllum smáhtriðum — af dr. Cannon. Eftir þetta dáleiddi dr. Cannon Rhondu, og var síðan bundið fyrir augu hennar á sama hátt og áð- ur er lýst. Síðan var henni fengið lestrarefni, hr. Allwork fékk henni vegabréfið sitt, ungfrú Mothersole fékk henni heilbrigðis- vottorð og Parkin liðsforingi fékk henni vasabókina sína. Þetta var allt lesið rétt og skilmerkilega og því, sem var í vasabókinni lýst nákvæmlega, en þar var meðal annars ljósmynd af ýmsu fólki á brú einni. Eftir þetta vorum við öil í einu látin styðja höndunum á borð fyrir framan Rhondu, með bundið fyrir augun eins og áður, og hún benti rétt á hvert okkar um sig, án þess að spyrja nokkurs eða snerta nokkurt okkar. Rhonda bauðst síðan til að svara spurningum, hver fundar- manna spurði tveggja, og var þessi prófraun bæði furðuleg og fjölbreytileg. Lokatilraunin á þessum fundi var fólgin í líkaman hluta. Rhonda var enn í dáleiðsluástandi og með bundið fyrir augun. Var nú gert dimmt í herberginu og okkur sagt að hvílast, sitja grafkyrr og anda hægt og djúpt án þess að kross- leggja fætur. Það ríkti alger þögn, en svo fór Rhonda að kvarta um kulda og bað um að binda á sér hendurnar. Við sáum að þetta var gert við ljós frá smá- lampa, og létt, litótt kápa var lögð yfir herðar hennar. Eftir dá- litla stund hrópaði Rhonda upp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.