Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Síða 94

Eimreiðin - 01.07.1946, Síða 94
238 RITSJÁ KímHEIÐIN 22 íslenzkir nútímaliöfundar, sem skotið liafa saman í kverið með sýnis- hornum verka sinna, hafi sjálfir séð um valið, hver úr sínum ritum. Er hókarefnið því áður kunnugt og kom- ið til almennings, ýmist sögur, kvœði, ritgerðir eða ræður. Þannig hefst hók- in á ræðu til kvenna eftir Árna Páls- son, sem hann flutti 19. júní 1918, og endar á smásögu Þóris Ifergssonar, „Slys í Giljareitum“, sem fyrst birtist í Eimrciðinni 1937. Þó að hvergi sé þess getið, má ætla, að höfundarnir hafi í vali sínu tekið það bezta, sem eftir þá liggur, að þeirra eigin dómi, til að setja í safn þetta. Um annað gat tæplega verið að ræða við svona tækifæri. Er þá hér um einskonar sjálfsrýnirit tuttugu og tveggja íslenzkra ritliöfunda að ræða, — gæti verið eftir amerísku fyrir- myndinni „This is my hest“ eða „Þetta er það bezta,“ (sem eftir mig liggur), en nýlegt safnrit undir þessu nafni hefur náð miklum vinsælduin víða um lönd. Enda þótt ég geri ráð fyrir, að flestum höfundum veitist nokkuð erfitt að skera úr um það, hvað þeir hafi hezt ritað, dylst þó ekki, að bók þessi er einmitt fróðleg, þegar það er haft í huga, að hún sé alvarleg tilraun til slíks úrskurðar. Svo mikið er óhætt að segja, að höf- undarnir liafa vandað val sitt, sumir svo vel, að lesandinu finnur vart annað fremra því, sem fyrir valinu hefur orðið, þó að leitað sé gaum- gæfilega í ritum þeirra. Bókin er gefin út í 500 tölusettum eintökum og hin vandaðasta að öllum frágangi, eins og liæfir þeim, sem hún er lielguð, — liinum þjóðkunna hók- menntagagnrýnanda og háskólakenn- ara í íslcnzkum fræðum, Sigurði Nor- dal. ' Sv. S. Jón Björnsson: KONGENS VEN- Roman jra Island. Köbenhavn 1946. (Chr. Erichsens Forlag). Þessi skáldsaga fjallar um ævi og starf Jóhannesar Gerechini eða Jóns Gerrekssonar, Skálholtshiskups, og liinna írsku sveina hans. Jón Gerreks- son hefur löngum verið talinn einna illræmdastur þeirra biskupa erlendra, sem sátu á biskupsstóli hér á landi > katólskum sið. Höf. gerir hann í engu hetri en Islandssagan, né lieldur hina írsku sveina hans. Sögulegur róman, eins og þessi skáldsaga er, getur gert hvorttveggja, að skýra sögulegar stað- reyndir og líka skekkja þær og skæla- Höf. leggur mikla rækt við hið fyrr- nefnda atriði, og ber sagan með sér, að liann sé allvel kunnugur mönnum og málefnum hér á landi á 15. öld, og setji sig inn í tíðarandann eins og hann var þá. Sumar aðalpersónur sögunnar, auk Jóns Gerrekssonar og Magnúsar kæmeistara eða bryta ír- anna, eru einnig nafnkenndar Per" sónur úr íslandssögunni. Svo er um Þorvarð Loftsson á Möðruvöllum og föður hans, Teit Gunnlaugsson 1 Bjarnanesi, og systkinin Ivar og Mar- gréti Hólm ó Kirkjubóli. Fjöldi aun- arra kemur við sögu, bændur og bua- lið, þjónustufólk í Skálholti, Hóla- biskup o. fl. Ilún er rituð af miklu fjöri, óvíða deyfð yfir frásögn- inni, söguþræðinum vel fyrir koinið- Viðburðirnir verða stærri og stærri og eftirvænting lesandans vex eftir því sem líður að lokaátökum sog- unnar: aðförinni að Jóni Gerrekssynt og sveinum hans í Skálholti 20. júh 1433 — og endalykt hans í Brúará, svo sem frægt er orðið. Má það inikiú vera, ef Danir minnast ekki nýafstað- inna athurða í sínu eigiu landi v'ð lestur þessarar hókar, og kunni það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.