Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 12
84 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN mál í sambandi við afmælið. Hefur það reynzt orð að sönnu, hvað þau blöð íslenzk snertir, sem vér höfum átt kost á að kynna oss frá lýðveldishátíðinni, því í þeim mun ekki finnast nokkur lína um hina nýju stjórnarskrá, sem lofað var við stofnun lýðveldisins. í forustugrein dagblaðsins Vísis frá 16. júní, Lýðveldið tíu ára, er réttilega á það bent, að alfrjáls þjóð hefðum vér ekki orðið 1918, heldur fyrst árið 1944, er hið íslenzka þjóðveldi var endurreist. Blaðið telur, að almenn velmegun sé nú meiri hér á landi en um geti áður, að íslendingar fari nú sjálfir með öll sín mál og að það mundi nú þykja ganga geðveiki næst að láta sér detta í hug, að vér færum að afhenda nokkrum erlendum aðilum þau aftur, t. d. utanríkismálin. Þjóðvil jinn, málgagn Sameiningarflokks alþýðu, sósíalista- flokksins, birtir forustugrein á þjóðhátíðardaginn, undir fyrir- sögninni Framtíðin, sem hefst á yfirlýsingu um trú á, að ís- lendingar eigi „mikla og göfuga framtíð í vændum", þrátt fyrir skuggahliðar þjóðlífsins á liðnum áratug, „landráðin miklu, er lýðveldið var svikið á vald stríðsóðu stórveldi og íslenzk grund lögð undir járnhæl bandarísks hers“. Um stórmál eins og landhelgismálið og handritamálið greinir menn hér á landi yfirleitt ekki á. Hvorugt málið er flokksmál, og ummæli blaðanna sýna Ijóslega, að þjóðin stendur heil og óskipt í þeim. Nokkru öðru máli gegnir um landvarnirnar, þátttöku vora í Atlantshafsbandalaginu og þó einkum um dvöl bandarískra her- manna hér á landi og framkvæmdir þær, sem verið er að vinna að hér í varnarmálum. Blaðaummælin hér að framan sýna þetta. Þó er þess að gæta, að ekki stendur nema lítið brot þjóðarinnar að baki þeim flokksblöðum, sem ákveðið vinna gegn landvörnum. Stóryrði og landráðabrigzl hafa einnig fælt ýmsa frá málstaðn- um sjálfum. Hitt dylst ekki, að þjóðinni er nú Ijós orðin sú hætta, sem henni stafar af varnarleysi á ófriðartímum, þó að hún kjósi að sjálfsögðu ekkert fremur en frið og öryggi í heim- inum og að mega búa ein og óáreitt að sínu. Henni er einnig orðið Ijóst, að hlutleysisyfirlýsingar án nokkurra tækja til að geta framfylgt þeim, eru orðaskvaldur og ekkert annað. Fyrir tíu árum var komist svo að orði hér í Eimreiðinni (Við þjóðveginn, 3. h. 1944, bls. 174); „Ytri form lýðveldisins eru að verða fullgerð og föst. Þegar bráðabirgðastjórnarskrá þess hefur verið endurskoðuð og lögð í nýju og fullkomnara formi fyrir þing og þjóð til samþykktar og þegar það stjórnarskrárfrumvarp er orðið að lögum, má segja, að myndun lýðveldisins sé lokið". Þvi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.