Eimreiðin - 01.04.1954, Page 25
EIMREIÐIN
RÍKI OG KIRKJA
97
að tryggt yrði til frambúðar, að til væru og héldust uppi sóma-
samleg kirkjuhús til skyldugra tíðagerða, guðsþjónustu og kristni-
halds, þá hafa þó meðal annars verið sett gagnger lög um
Prestaköll landsins, þ. e. um skipun prestakalla, lög frá 1952
^nr- 31. 4. febr.), og er þar vissulega ætlast til, að nóg sé af
Prestum til þjónustu kallanna um landið þvert og endilangt;
munu að vísu eigi fáir þeirra enn bíða eftir að fá viðunanlega
íbúðar-bólfestu eða prestsseturshús, þrátt fyrir lög þar að lút-
andi. Við það er og keppzt af kirkjustjórninni að fullnægja
»prestaþörfinni“, er svo kallast, í borg og byggð. En hvar lendir
þdð út af fyrir sig? Sannarlega lendir það, eins og nú er komið,
P d. í Reykjavik, höfuðstað landsins, í hinu mesta fálmi, hreinni
nblindgötu", er prestar eru samkvæmt téðum prestakallalögum
skipaðir í prestaköll og til safnaða, þar sem sálusorgararnir hafa
bókstaflega hvergi höfði sinu að að halla — verða að lifa eins
°g fuglar loftsins (sem þykir lítt við hæfi nútíðarmanna), nema
þeir braski sér inn í einhver híbýli við misjöfn kjör, og — sem
er enn hróplegra — þar sem „kirkja fyrirfinnst engin“, og
Var það orðtak einu sinni lítt rómað, en er nú orðin staðreynd
a ólíklegustu stöðum! Hve lengi getur slíkt viðgengizt?
Eins og áður er vikið að, þá fjalla hinar greinarnar í VI.
kafla stjórnarskrárinnar, 63. og 64. gr., um réttindi og frelsi
J’jóðfélagsborgaranna í kirkjulegum og trúarbragðalegum efn-
Urn, innan þjóðkirkjunnar og utan (þar er þó ekkert um kenn-
mgafrelsi prestanna sérstaklega), en eigi verður hér farið inn
a það nánar. Sjálfsagt er þó að benda á, að á tímabilum hafa
hugsandi menn i fleirum löndum komizt á þá skoðun, að í
kirkju, sem bundin væri á ríkisklafa, sé lítilla hagsbóta og enn
ttúnni sálubóta að vænta, og þess vegna sé réttast og samkvæm-
ast eðli málsins og hinni upphaflegu aðstöðu kristninnar, að
stofna og viðhalda frjálsri kirkju, sem reist væri á stoðum og
ttaögnuð við áhuga sjálfra safnaðanna og að vilja þeirra. Þessi
breyfing efldist talsvert t. d. um Norðurlönd á síðara hluta næst-
úðinnar aldar og fram á þessa öld, einnig að nokkru hér á landi,
°g var þá m. a. vitnað til framtaks útfluttra vesturfara frá norð-
b'f'gum löndum og reynslu þeirra af frjálsu safnaðarlifi í ný-
byggðum vestan hafs. Það var „frikirkjuhreyfingin“, er svo
Uefndist, er i sínum úrslitatilgangi stefndi í þjóðkirkjulöndunum
7