Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 33
eimreiðin BRÆÐURNIR 105 Fabian gekk út að glugganum og dró niður rennitjaldið, tróð ódýru tóbaki í pípuna og sogaði reykinn að sér, svo að augu hans fylltust tárum. — Þetta er oflæti. Hvaða álit hafði Þemistókles á konu og systurdætrum fyrirliðans Eurybiadesar? Veiztu það? Nei! Þar af leiðandi hefurðu á röngu að standa. Seztu og lestu! Með því að Fabian var eldri bróðirinn, hafði hann ekki vanizt andmælum, sízt ef hann brýndi dálítið röddina; og eftir að hafa skrúfað upp kveikinn í lampanum, svo að hann lýsti björtum loga, tók Fabian sér bók og fór að ganga fram og aftur í dimmum tóbaksreyknum án þess að eyða teljandi tíma í deilur. Lafið á grófgerða sloppnum flaksaðist um grannar mjaðmir hans, og hann fylgdi með fingrunum eftir línunum, sem hann fyrst las í hálf- Um hljóðum, en síðan upphátt og næstum í kennimanns tón. Á meðan lokaði Eiríkur sinni bók og lagðist endilangur í rúmið •Beð hendurnar undir hnakkanum og hlýddi á. Þannig leið þetta kvöld og mörg önnur kvöld, og veturinn hristi snjó sinn yfir götur og þök. Allt fram á morgun sló bjarma af klöppunum og alpakofanum á rennitjaldið, og eigrandi stúdentar fleygðu stundum snjókögglum í rúðuna, en þegar hneykslað andlit Ssegðist út í myrkrið, var það ævinlega ásjóna Fabians, og oft sat hann einn í herberginu. Loks fór að skvampa í rennunum, og snjó- herlingin í næsta garði missti kolaaugun sín, tárin glitruðu á hinnum hennar og tærðu þær upp eins og á líki. Börn grannans földu, að kerlingin hefði lokið sínu ætlunarverki og brutu hana 1 shiámola, sem bráðnuðu á jörðinni, því að nú var komið vor. Fabian reis nú snemma úr rekkju og tók sér langar gönguferðir ut fyrir borgina til þess að sjá gróðurinn skjóta frjóöngum, en einkum til að rifja upp fyrir sér í hljóði það, sem hann hafði lært. Því vildi hann helzt vera einn. Fagra nótt í júnímánuði hafði Eiríkur gleymt sér úti ásamt félögum sínum, og þegar hann um sexleytið um morguninn stefndi heimleiðis, var hann órór og feiminn við bróður sinn. °ftsinnis gekk hann fram hjá tjargaða hliðinu án þess að opna, er> fyrirvaralaust heyrði hann þá, að einhver nálgaðist innan úr Sarðinum. Þetta var Fabian, eins og hann grunaði. Rjóður út undir eyru hljóp Eiríkur rösklega til hliðar og faldi Sl8 bak við húshornið. Sér til undrunar heyrði hann, að Fabian gekk þvert yfir götuna og drap létt á rúðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.