Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 38
110 BRÆÐURNIR eimreiðin Körfuna hafði hún með sér til þess að tína í maríulykla, og meðan hann hjálpaði henni við að lesa þau fögru blóm, sagði hann frá heimili sínu í Sigtúnum, þar sem húsin voru kofar og kirkj- urnar í rústum. Brátt komst hann þó að raun um, að hún hafði frá miklu fleira að segja en hann, og hún lýsti því fyrir honum, hvernig hún hefði tekið þátt í uppþoti í Stokkhólmi og séð Karl Jóhann og Brahe og Desideríu drottningu, sem bar stórar, hvítar fjaðrir í vefjarhattinum og virti hann oft fyrir sér gegnum gler- augun sín. Tíminn var svo fljótur að líða, að Maríu varð mjög bilt við, þegar hún heyrði, að borgarklukkan sló átta. Hún rétti Eiríki höndina, tók körfuna á arminn og fór að hlaupa. — Á morgun, sagði hann, á morgun slæ ég aftur í ... ungfrú María, litla, fagra ungfrú María. — Já, við hittumst áreiðanlega. Þarna kemur Fabian eftir veginum. Ég bið að heilsa honum, og segðu, að hann verði að vera iðinn að stagast og stagla! Eiríkur veifaði húfunni á eftir henni og sneri sér síðan að Fabian, sem ennþá var langt frá. Hann var í þungum þönkum. Sást af því, að hann var grunlaus. Hann sá illa, og fyrst þegar hann var í þann veginn að ganga fram hjá Eiríki, þekkti hann hann og kipptist við. — Það er víst eftir bendingu forsjónarinnar, að við mætumst nú. Ég þarf að tala við þig fáein orð í alvöru. Upp á síðkastið hef ég ef til vill ekki verið eins einlægur við þig og áður, og það var rangt. Mér fannst þú enn vera svo ungur og léttúðugur. — Og þetta segir þú, stóri bróðir? Ef þú vilt gera mig að Kain, ætla ég líka að verða það. Fabian reyndi að svara, en röddin bilaði, og hann gekk þögull af stað. Margoft staðnæmdist hann til þess að taka upp þráðinn, sem hann hafði misst, en fann einungis nokkur orð um fátækt og óvissa framtíð. Þegar þeir beygðu inn á milli húsanna, hafði hann ekki enn fengið sig til að segja neitt, en hann sá, að dóm- kirkjan var opin vegna ræstingar, og hann fór þangað inn ásamt Eiríki. Þögulir virtu þeir fyrir sér hin veglegu minnismerki kon- unga og drottninga, hermanna og lærdómsgarpa, og loks komu þeir að grafhellu, sem var múruð ofan í gólfið, máð af sliti og öll sprungin. — Ég legg oft leið mína hér inn til að skoða þessa hellu, sagði hann. Hér eru maður og kona, höggvin í stein. Áletrunin er óskýr

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.