Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 48

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 48
120 BRÆÐURNIR eimreiðiN Hins vegar vildi hann ekki eiga neinn minjagrip frá henni sjálfri, hvorki hárlokk né annan hlut, sem hún átti. Hún gaf honum ljósmynd af sér með garðkönnu í fanginu. Miklu fremur feiminn en glaður yfir gjöfinni, fól hann hana og skoðaði aldrei. Hún var orðin honum sem andleg vera, er hann nálgaðist mest og sá Ijósast lifandi í huga sér. Þess vegna sóttist hann ekki leng- ur jafnákaft eftir félagsskap, heldur leitaði einveru og lét sig dreyma. Hann öðlaðist fjarskyggnan hugboðshæfileika, svo að hann gat fylgzt með henni, hvað sem hún tók sér fyrir hendur, jafnvel þó að hún væri langt utan við borgina. — Það birtir í lofti, var hann vís til að segja. Nú hefur María gengið út í aldingarðinn. Þegar hann var svona einn með sjálfum sér, skóp hann sér hugsýnir, og það heillaði hann æ meira dag frá degi að full- komna þær með nýjum smádráttum, svo að hann mundi þær loks eins og raunverulega atburði. Hann ímyndaði sér, að hann væri á gangi í birkilundi, en gatan endalaus og báðum megin hennar jafnþéttar raðir af einirunnum og meðfram götum í skemmtigörðum Ítalíu er af sýprusviði. Lengst í fjarlægð nálg- aðist bjartur depill, sem líktist eldhnetti, og þegar hann kom nógu nærri, sá Eiríkur, að þetta var María og að hún bar hvíta silkislæðu lausa á öxlunum. Til þess að mæta henni ekki á leið- inni og neyða hana til að snúa við eða fylgja sér, faldi hann sig svo vandlega, að hún vissi ekkert um nálægð hans, þegar hún gekk fram hjá, en vindhviða kom eininum til að titra og hrifsa blæjuna, án þess að stúlkan tæki eftir því. Þá greip hann blæj- una, og þegar hann hélt í báða endana á henni, þandist hún út og lyfti honum svo hátt meðal skýbólstranna, að húsin niðri við ströndina líktust gulum og rauðum berjum. Fyrst þegar hann hægt og gætilega dró saman blæjuna, seig hann aftur niður a jörðina, og sem hann loks vafði hana alveg upp og faldi innan klæða, sagði hann: — Þeir einu, sem raunverulega hafa skilið eðli ástarinnar, voru söngvararnir á fyrstu öldum síðustu þúsund ára, og Vita Nuova1) er heilög ritning ástarinnar. Með höndina á ritningunni vil ég játa gamla kenningu, sem fallið hefur i gleymsku. Ég hef valið hina beztu ást: þá, sem einskis krefst. Enn vildi þó til, að kvíðinn lagðist yfir hann, og þá hvarf hann og reri út í fjarlæg nes og eyjar. — Ég hef ranglega fengin verðmæti í bátnum og verð að fa 1) Vita Nuova: nýtt líf, sjálfsævisaga Dante. — ÞýS.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.