Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 55

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 55
EIMREIÐIN ÞRJO KVÆÐI 127 TVISÖNGUR. (Brúðkaupsvísur — brúðguminn kínverskur, brúður íslenzk). Syngið nú ástaróðinn, — hið eilífa tvísöngslag, um leið og þið hneigið höfði1 2 hvort fyrir öðru í dag. Þvi þó að vígður sé vori og vongleði ástanna knör, þarf virðing gagnkvæm að vaka og vígja ykkar skemmtiför. — Háll er veraldar vegur. Ég vona að ykkar ,þand“ sé ofið úr rósum og ilmi og ekkeH vinni því grand. Og fylgið hvort öðru sem fastast, svo farsœlt verði ykkar ráð, og íhyglin austræna tengist athöfn og vestrænni dáð. Og vizkan með ykkur veri, — sem varðengill heilagur sé á bak við hvert bros og hvert faðmlag og blessi ykkur kærleikans vé. Og taki nú hljómativar undir tvísöng ykkar í dag, sem verði jafn ómhreinn og ungur við ævinnar sólarlag. 1 Hér er minnt á hinn kínverska sið, að brúðhjón hneigja sig hvort fyrir öðru við vigslu sína. 2 Það er trú á Indlandi, að hljómativar (tivi = devi, engill, guð) syngi yfjr þeim brúðhjónum, sem giftast af ást.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.