Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 61

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 61
EIMREIÐIN ARABISKAR BÓKMENNTIR 133 Ur í Libanon, en fluttist 12 ára til Bandaríkjanna og dvaldi þar um langt skeið, og Khalil Gibran (1883—1931), sem einnig var íæddur í Libanon, en fluttist ungur til Bandaríkjanna og dvaldi leRgst af í New York. Hann ritaði bæði á arabisku og ensku, einkum skáldsögur. Meðal merkustu skáldsagna hans á arabisku eru Brúðir engjanna, Sálir í uppreisn, Brotnir vængir, Tár og bros og Stórviðri. Á ensku kom út eftir hann árið 1923 ritið Spámaðurinn, sem um skeið var metsölubók í Bandaríkjunum, ennfremur Brimlöður og sandur (1926) og Jesús, mannssonurinn (1928). Hann er mjög ljóðrænn og rit hans þrungin spámannlegri andagift. í og upp úr fyrri heimsstyrjöldinni (1914—18) fjölgaði þeim mjög, sem fengust við skáldsagnagerð, einkum í Egyptalandi og Sýrlandi. Meðal þeirra er Egyptinn Ahmad Shawqi, sem reit skáld- söguna Indverska mærin. Frásögn hans er hrífandi og hugmynda- flugið því nær ótakmarkað. Husayn Haykal, annað egypzkt sagna- skáld, samdi söguna „Zaynab", sem mikið þótti til koma og var kvikmynduð árið 1929. Ýmsir fleiri arabiskir skáldsagnahöfund- ar hafa á síðustu áratugum vakið athygli, bæði heima fyrir og erlendis, fyrir skáldsögur sínar. Um arabiskar leikbókmenntir er ekki að ræða fyrr en kemur fram á miðja 19. öld. Grísk leiklist náði aldrei neinni útbreiðslu í löndum Múhameðstrúarmanna, enda var hún í ýmsu gagnstæð kenningum Kóransins, svo sem það, að konur kæmu opinberlega fram á leiksviði. Þegar Napóleon mikli lagði undir sig Egypta- land, flutti hann með sér leikara og listamenn og kom þar á fót leikhúsi til að skemmta hermönnum sínum. En leikhúsið hætti störfum, þegar herinn hvarf aftur úr landinu. Svo leið hálf öld, Þar til fyrst var sýndur sjónleikur í löndum Araba. Það var þó ekki í Egyptalandi, heldur í Libanon. Skáldið Qasim Amin, sem olli mikilli hneykslun meðal Araba með bókum sínum um kven- frelsi, undirbjó jarðveginn fyrir leiklistina. Það var einn úr flokki kristna minnihlutans í Libanon, skáldið Marun Naqqash, sem átti heiðurinn af því að gangast fyrir á sínu eigin heimili sýningu sjónleiks í fyrsta sinn í arabiskum löndum. Það var eitt leikrita Molieres, sem varð fyrir valinu, en tveim árum síðar var sýndur sjónleikurinn Harun al-Rashid, sem Naqqash hafði sjálfur samið. Með þessu var ísinn brotinn, og náði leiklistin brátt vinsældum rneðal Araba, einkum fyrir áhrif frá ítalskri leiklist. Bæði voru sýnd þýdd leikrit eftir Corneille, Hugo og Shakespeare og fleiri °g einnig leikrit eftir arabiska höfunda. Fyrsti leikritahöfundur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.