Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 65
EIMREIÐIN
ÖXIN RIMMUGÝGUR
137
sem er stórum lélegra vopn en tvíeggjað sverð, sem þá var
Raerfellt í hvers manns höndum. Hvað gæti höfundi Njálu gengið
til þess að lofa þá ekki Skarphéðni að bera gott sverð, eins og
margar hetjur gerðu í þá tíð, — og unnu stórvirki með þeim?
Nei, öxin var því aðeins nothæf miklum vígamanni, að hún væri
Enikil, og ekki síðri algengum vopnum.
En hvað kom þá til, ef öxi þessi var öðrum vopnum betri, að
vigamenn vopnuðust þeim ekki almennt, kynni einhver að spyrja.
Mér virðist það benda eindregið til þess, að vopnið hafi verið
fágætt. Ekki geta sögur um vopnasmíði hér svo neinu nemi, að
minnsta kosti er ferill allra kjörvopna, sem sögumar geta um,
rakinn utan úr löndum. Enda þykja líkur til þess, að vopn hafi
verið smíðuð í allstórum stíl erlendis, í sérstökum smiðjum og
Sengið þaðan víðs vegar kaupum og sölum, auk þess sem menn
íengu í hernaði. Þá er þess getið, að vopn þóttu kosta-gjafir og
voru jafnvel send þannig frændum og vinum milli landa.
Þrátt fyrir þetta er allt í gleymsku grafið um uppruna eða
hingaðkomu Rimmugýgar, því að Njála, sem þó er eina heimild-
ln> þegir alveg um það.
En því miður gefur hún mjög ófullkomnar upplýsingar um
fieira, svo að freistandi er að láta sér koma til hugar, að í hana
vanti allstóran kafla. Hvað kemur til annars, að Njálssaga getur
íyrst um Njál sem roskinn mann, er á harðfullorðin börn? Hitt
var þó venja, að byrja á ætt mannsins og uppvexti, utanferðum
°8 framaverkum, ef til voru, kvonbænum og hvemig maðurinn
komst að bólfestu sinni, o. s. frv.
Er það sennilegt, að Skarphéðinn, sem alltaf var talinn fyrir
bræðrum sínum, bæði um garpskap og fyrirhyggju, hefði setið
eftir af þeim, þegar þeir leituðu sér frama erlendis, sem þótti
íafn sjálfsagt þá öllum þeim, sem teljast vildu menn með mönn-
Um> eins og skólaganga nú?
En eins og ég hef þegar vikið að, eru margir möguleikar fyrir
Því, að Skarphéðinn gæti eignazt ágætt vopn, hvort sem hann
befur sjálfur farið erlendis eða ekki. Hvað er þá svo ósennilegt
við lýsinguna á hinni miklu og víglegu öxi hans, og hver getur
sannað nú, að slík öxi hafi ekki verið til um þetta leyti?
í danskri mannkynssögu (eftir Ludvig Schmidt, útg. 1922), sem
lengi var kennd hér við miðskólana, er mynd af Engilsaxa með
háskefta, snaghymda og mikla öxi, sem svarar að mestu til þeirr-
ar hugmyndar, sem Njála gefur um Rimmugýgi. — Þó henni
sé hvergi lýst sjálfri, er all-ítarlega lýst þeim vígum, sem með