Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 67

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 67
BÖK BÓKANNA. Á hljóðri stund er opnuð bók á borði, og bjart er yfir hverju hennar orði. Hún er sem viti á vonarlandsins strönd, sem kastað hefur Ijósi á lífsins brautir. Hún læknað getur sálar vorrar þrautir og sýnt oss inn í dýrðleg draumalönd. Hún geymir orð, sem aldrei falla úr gildi, þau eru rík af speki, ást og mildi, en geta verið þung, sem þrumugnýr. Og hiti fylgir hennar miklu orðum, svo hjörtu margra brenna nú sem forðum, og andi mannsins vitkast, — verður nýr. Hún hefur verið Ijós og leiðarstjarna á lífstíð fjölda, veikra jarðarbarna, og gefið þeim hinn œðsta innri frið. Hún vekur margra samvisku af svefni, með sínu þunga, máttarríka efni, og opnáð fœr liin björtu borgarlilið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.