Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 69
EIMREIÐIN
TVÖ KVÆÐI
141
Brýtur í jri'Sarskjöldinn skörð.
Skapsins hógvœrS meinið græðir.
Höfðingjar og hofmenn stórir
hcestu sœtin velja sér.
í yeta sætið enginn fer.
Enginn líkist Holta-Þóri.
*
N □ R N
(saga frá Japan)
eftir Tatsuzo Isikawa.
Ég fékk vitrun fyrir skömmu. Að vísu hef ég ekki trú á vitr-
unum. En þessi reyndist hafa sína þýðingu. Masa Kurino var unn-
Usta mín, mjúklát, málgefin stúlka, hvít á hörund og svöl við-
komu, eins og krónublöð hvítra rósa. Þegar ég vafði hana örmum,
vur líkami hennar svo mjúkur og meyr, að mér fannst eins og
hún bráðnaði við barm minn. Þessi undanlátssemi líkama hennar
vur svo alger, að einna líkast var því sem stúlkan hefði hnigið
í ómegin, og mér var þá innanbrjósts eins og ég væri að faðma vofu.
Álltaf var ég eins og á nálum um, að hún kynni að líða burt úr
höndum mér, áður en ég vissi af, líkt og sandur úr lófa, sem
látinn er renna út á milli fingra sér, aftur til uppruna síns. Og
svona fór. Vitrun mín reyndist rétt. Án þess að minnast einu orði
á það við mig, giftist Masa Kurino Keiji Kiyama, og það meira
segja áður en ég hefði hugmynd um, að þau þekktust.
Haustið leið, og það var komið fram á vetur. Sólskinið var orðið
halt, 0g snjóhraglandi barst með næðingnum á nakta jörð. Vetur-
inn er grimmdarlegur þeim, sem enga hafa atvinnu. Með hendur
i vösum og gamla, óhreina frakkann minn brettan upp fyrir eyru,
ráfaði ég um bakstræti Tokyo-borgar, en sat þess á milli í döprum