Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 71
EIMRF.IÐIN
NORN
143
auðvitað haft of háan blóðþrýsting. Með því að taka nokkuð af
blóðinu, er hægt að lækka þrýstinginn og bjarga lífi þínu. Ég er
að fara í boð. Útlendur vinur minn hefur beðið mig að koma.
hefði nú helzt viljað afþakka boðið, — en----------•
..Farðu burt, og það fljótt,“ sagði ég, „og láttu mig í friSi.
Hún herti takið á handlegg mínum og sagði: „Ég fer að gráta,
ef þú segir þetta.“
Meinti hún nokkuð það, sem hún sagði? Ef svo var, hvers vegna
hafði hún þá yfirgefið mig og gifzt Keiji Kiyama? Það var til-
gangslaust að eyða við hana orðum. Hún var eins og vatnið, það
er ómótað, en lagar sig eftir ílátinu. Á sama hátt átti hún svo
auðvelt með að laga sig eftir umhverfi sínu og láta sér líða vel.
Við gengum inn í vínkrá eina og drukkum landa. Á meðan ég
drakk, hlustaði ég á malið í stúlkunni. Rödd hennar var mjúk
°g blíð.
„Þú ert reiður við mig, ég sé að þú ert það. En hvað átti eg
að gera? Lof mér að skýra málið, og hlustaðu á mig. Kiyama er
vinur þinn, eða ekki veit ég betur, svo að þú ættir að vita, hvar
hann vinnur. Hann er starfsmaður í upplýsingaskrifstofu her-
námsveldanna. Auðvitað eru fyrri vinir hans úr flokki^ vinstri-
manna honum sárreiðir. En þetta var nú orsök þess, að ég ákvað
að giftast honum. Ég gerði það af því, að ég hata Rússa. I lok
styrjaldarinnar drápu hermenn rauða hersins foreldra mína 1
Manchúríu. Ég krefst hefndar. Ég skal hefna mín og foreldra
minna. Kiyama fór til Moskvu, þegar hann tók þátt 1 starfsemi
hommúnista. Hann talar lýtalaust rússnesku og er nakunnugur
ástandinu í landinu. Þess vegna notar upplýsingaskrifstofan hann,
það með góðum árangri. Og þess vegna vil ég gera allt, sem
éS get, fyrir Kiyama. Það, sem ég ætla mér, er að lata her Banda-
manna hefna fyrir mig. Skilurðu nú?“
..Nei,“ svaraði ég, „þetta, sem þú ert að reyna að utskyra,
Sæti aldrei talizt grundvöllur fyrir hjónabandi. Og er þa þa
meiningin, að þú mundir skilja við Kiyama, ef hann hætti að
starfa hjá upplýsingaskrifstofunni? “
>.Já, auðvitað!“
Ég hló. „Og hvað tæki þá við?“
..Þá mundi ég verða konan þín. Þú veizt, að það ert þú, sem
ég í raun og veru elska. Skilurðu þetta ekki ennþá? Geturðu
ehki borið traust til mín?“
Nú þarf ekki að taka fram, að hjónabandið hefur tilganginn
1 siálfu Sér 0g á ekki að stjórnast af aukasjónarmiðum. En Masa