Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 74
146 NORN EIMREIÐIN sannleika var það engilfögur og kliðmjúk rödd, sem hljómaði í eyrum mér frá heyrnartólinu. Það var Masa Kurino, sem talaði. „Þú lítur ljómandi vel út upp á síðkastið. Svo mikið veit ég, þó að ég hafi ekki hitt þig lengi. Ég veit allt um þig fyrir því. Og nú skil ég við Kiyama bráðlega. Ég segi þér dagsatt, og ég sakna þín svo mikið. Nú ætla ég að verða konan þín. Ég? — — — Jú, ég hef ekki ógeð á Kiyama, en ég elska þig svo margfah meira. Geturðu ekki treyst mér?----------Ég verð að fá að hitta þig innan fárra daga.“ „En ég vil ekki hitta þig.“ „Ó, hvað segirðu! Ertu genginn af vitinu---------elskan mín!“ Masa náði mér á sitt vald aftur, og ég gat ekki sloppið undan henni. Á daginn hugsaði ég ekki um annað en hana, og á nótt- unni dreymdi mig hana. Ég gat ekki unnið, ekki beint huganum að viðfangsefnunum, ég var lostinn örvæntingu, drakk landa og lá á bekkjum úti í görðum heilar nætur. Ég missti algerlega stjórn á sjálfum mér, lagðist í svall, sem stóð yfir í tíu daga, og í þessu svalli týndi ég fullnaðaruppdrættinum að byggingunum, sem ég var að lúka. Það kostaði mig stöðuna. Ég var rekinn. Mér gekk illa að fá aðra vinnu, og veturinn var í nánd. Aftur og aftur fór ég á ameríska spítalann, seldi úr mér blóðið, en drakk þess á milli landa, sem ég keypti fyrir andvirði þess. Mér fannst eina leiðin til að Masa Kurino hyrfi mér úr huga vera sú, að fara sjálfur í hundana, hrapa svo langt niður, að ég yrði eins og dýr. En sannleikurinn var sá, að með því að kvelja sjálfan mig, var ég einmitt að halda við þeirri lævísu og ódrepandi þrá, sem ég bar í brjósti til þessarar stúlku. Svona leið tíminn, og alltaf hrasaði ég dýpra og dýpra niður. Svo var það eitt kalt vetrarkvöld, að ég lá í bóli mínu kvefaður og með höfuðverk, hungraður og með hitasótt; en úti dundi regn a rúðu. Þá heyri ég, að barin eru létt högg á dyrnar. Masa Kurino gekk rakleitt inn. Hún var í loðkápu og með poka, fullan af ávöxtum, í fangi. Andlit hennar ljómaði, hún var hraust- leg og brosandi. Án þess að segja orð, tók ég hana í faðminn og þrýsti henm að brjósti mér. Ég tók hana heljartökum og hét því, að nú skyldi hún aldrei sleppa frá mér oftar, jafnvel þótt það kostaði mma eigin sáluhjálp. En Masa lét sem ekkert væri. Hún varð aldrei æst né uppnæm fyrir neinu, jafn sætmálg, kattmjúk og illgjörn og alltaf áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.