Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 82

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 82
eimreiðin FRlMERKJABÁLKUR 154 «3t3*3t3t3»3»3*3t3*3»3t3*3*3*3*3»3*3*3*3*3*3*3l (3[rtwcrlíjaíntlluu* •ctetctctctctctetctctctctctctctctctctctetctctctí Aldarafmœli sœnskra frímerkja. Hinn 1. júlí 1955 eru liðin 100 ár síðan farið var að nota frímerki í Svíþjóð. Til minningar um þetta aldarafmæli verða gefin út ný frí- merki þar í landi, og auk þess á að halda alþjóðlega frímerkja- sýningu í listahöll einni í Stokk- hólmi. Formaður sýningarnefndar- innar er Swartling, aðalforstjóri sænskra póstmála. Frímerkjasöfnun og læknisfrœ'Si. Margvíslegar eru þær upplýsing- ar, sem hægt er að afla sér af xrí- merkjum. Landafræði, saga, ætt- fræði, mannfræði, náttúrufræði og flestar aðrar fræðigreinar eiga sér einhvers staðar í heiminum frí- merki að fræðslugjafa. Jafnvel í læknisfræði má nema nokkuð af frímerkjum, þó að ótrúlegt sé. Eitt dæmið um þetta eru þrjú frímerki, sem póststjórnin í Monaco hefur nýlega gefið út. Á frímerkjunum standa orðin: „Decouverte de l’Anaphylaxie", sem útleggst: Ana- fylaxían uppgötvuð. En hvað tákn- ar þá þessi „anafylaxía”? Hún táknar ofnæmi gagnvart vissum efnum, einkum eggjahvítuefnum. Sumar blóðvatnsaðgerðir geta valdið sjúkdómum, sé líkaminn veikur fyrir, og þá er talað um „anafylaktiskt áfall“. Þessi upp- götvun í læknisfræðinni var gerð árið 1902, árið eftir að furstinn af Monaco, Albert I., hafði gert út hafrannsóknarleiðangur til Azor- eyja og Cap Verde, en furstinn var mikill haf- og fiskifræðingur. Með- al vísindamanna í þessari för voru tveir franskir sérfræðingar, líf' fræðingurinn Paul Jules Portier og gerlafræðingurinn Charles R- Richet, sem var læknir og hlaut síðar Nobelsvei’ðlaun í læknisfræði. Á ferð þessari uppgötvuðu þeir, að eitrið, sem marglytturnar hafa í gripöngum sínum og lama með bráð sína, er eins konar eggja- hvítuefni, sem veldur vöðva- krampa. Fyrirbrigðið fékk heitið „anafylaxia" á vísindamáli. Frí- merkin frá Monaco eru mjög lit- fögur og skrautleg. Á þeim sést snekkjan, sem furstinn var á í leið- angrinum, öðru megin við hana mynd af marglyttu, en hinu megin höfuð þeirra þriggja vísindamanna, sem uppgötvunina gerðu. Dýr frímerki. Dýrasta frímerki, sem til er, mun vera eins sents frímerki frá Brezku Guiana, sem út var gefið árið 1856. Það hefur verið metið á 100.000 dollara, eða sem svarar rúml. einni milljón og sex hundruð þúsund ís- lenzkra króna. Fágætasta frímerki, sem út hef- ur verið gefið i Evrópu, er talið að vera sænskt frímerki frá 1855 með blágráum lit i stað guls, og er verðmæti þess talið um 650 þúsund krónur. Mesti frímerkjasafnari heimsins. Mesti frímerkjasafnari, sem upP’ hefur verið, var ítalski greifinn Philippe von Ferrary, sonur her- togans af Galliera. Ferrary lézt árið 1917. Hann arfleiddi Póstsafn- ið í Berlín að hinu dýrmæta fn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.