Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 85

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 85
eiMREIÐIN RITSJÁ 157 En ]>að má alltaf rœða fram og aftur um þessi mál, og sitt sýnist hverjum. Bókin er athyglisverð, og þar er 11111 mikinn fróðleik að ræða. Hún er ljóst og skilmerkilega rituð af goðum gáfumanni og vel lærðum. Þ. J. Einar Ól. Sveinsson: STUDIES IN THE MANUSCRIPT TRADI- TION OF NJÁLS SAGA. Studia Islandica, 13. hefti (H.f. Leift- ur). Enginn núlifandi Islendingur mun vera eins fróður um Njálssögu og Prófessor Einar Öl. Sveinsson, og telja nia víst, að aldrei hafi neinn verið bað áður. Hann hefur beinlínis tekið visindalegu ástfóstri við Njálu, meðal annars ritað um hana tvær stórar bækur: Vm Njálu 1933, Á NjálsbúZ 1943. Og í vetur hefur hann lesið s°guna upp í útvarp af næmum skiln- mgi og snilldarlega og þá gefið nokkr- ar agætar skýringar. Var unun á að Elusta, enda þótt ég kunni ekki jafn- Wikið í nokkurri bók og Njálssögu. Og nú hefur próf. Einar á ný ritað stora bók um hið foma meistaraverk, um handrit sögunnar. Geri ég ráð fyrir, að allir þeir, er fornum fræð- Urn unna, og þeir eru margir, fagni bessari prýðilegu og hávísindalegu hók. jþótt ég sé enginn visindamaður. hef ég samt lesið bókina með mikilli ansegju og mun oft athuga hana, f’®ði formálann og annað, en allt er ^etta sett fram á ljósan og aðgengi- fegan hátt, svo að hver maður getur f'eft fullt gagn af, þótt ekki sé há- færður. Að hér sé vandvirknislega og rett með farið, tryggir nafn höfund- ar> próf. Einars Ól. Sveinssonar, rit- stjóra Studia, próf. Steingríms J. Þor- steinssonar, og svo að sjálfsögðu Há- skóla Islands, en Heimspekideild hans stendur að útgáfu Studia Islandica. Annars er það aðeins lærðra vísinda- manna að dæma um rit sem þetta, en mér finnst ég sem ólærður leik- maður geta látið þakklæti mitt í ljós til höfundar og þá jafnframt þakklæti allra, sem unna vorum fornu, frægu sögum, en eru þó ekki hálærðir i þeim fræðum. Slíkar bækur sem þessi örva skilning og kenna mönnum að meta hin sígildu rit vor, en hinar beztu fornsögur ættu allir Islendingar að eiga og marglesa sér til mennt- unar og þroska. Sorglegt er að sjá, hversu mörg af Njáluhandritunum eru erlendis, í Árnasafni og Gl. kgl. saml. Og nokk- uð af ránsfengnum lenti á sjávar- botni, en önnur brunnu erlendis, kannske sjálft frumhandritið. Hver veit? Hörmulegt var ógæfuverk þeirra manna, er söfnuðu saman dýr- gripum vorum fyrir erlenda valds- menn, einkum er svo illa tókst til, að handrit og bækur glötuðust ineð öllu. En það, sem eftir er, verðum vér að fá heim aftur. Þ. J. FriSjón Stefánsson: EKKI VEIZTU . . ., Rvík 1953. í bók þessari, sem er 128 bls., eru 17 smásögur, flestar mjög stuttar. Allar eru sögur þessar um það, sem nefnt er öfugstreymi lífsins, — þ. e. einhver af þeim persónum, er um fjallar, hefur orðið fyrir barðinu á ómildum örlögum, — mjög oft vegna eigin bresta eða kæruleysis. Bókin fjallar um neikvæð efni, stund- um er ekki laust við að höfundur virðist leita að ömurlegum hlutum og grípi til þeirra, án þess að for-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.