Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 33

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 33
Ef sta&reyiidíx’ ráða J»ví ekki kvar vér stöíiduin «... . eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Ræða flutt á almennum fundi, sem Stúdentafélag Reykjavíkur, Stúdentafélag Háskólans og Félag íslenzkra rithöfunda héldu í Gamla Bíó í Reykjavík 4. nóvember s.l. íslendingurinn varð aldrei svo andlega dofinn, þrátt fyrir hörmungar hungurs og kúgunar, að hann gleymdi þeirri stað- reynd, að eitt sinn hafði ltann verið frjáls og átti alltaf rétt hl frelsis. Hann aðhylltist kristna lærdóma friðsældar og ntannhelgi, en hélt í heiðri minningu vígreifra feðra sinna °g unni fornum kveðskap og sögurn. Hann sótti sér huggun að knjám klerksins, sem sagði: „í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þegar þú vilt,“ sagði þetta við sjálfa Helju í þann tíð, sem hún átti ærið oft hrýnt erindi um byggðir þessa lands, hendandi hungurdisk- um yfir gaddinn eða yfir öskudrifna jörð. En hann sótti sér einnig styrk og reisn, íslendingurinn, í manndómsanda kvæða °g sagna — og vitsmunum sínum viðfangsefni í torráðnar henningar og forna lífspeki. Margur var sá kotungurinn í lslenzkum sveitum, sem átti sér kjarngóða menningu og trausta og heiða lífskoðun, hafði á sér svipmót höfðingjans °g bar í brjósti hilmishjarta. Því var það, að þá er frelsis- hreyfingar hófust úti í f jarlægum heimi, þegar kúgaðar þjóðir hristu klafann svo harkalega, að það hrikti í hásætum og stól- konungar steyptust — og góðskáld þjóðarinnar og aðrir hug- sjónamenn í lrópi íslenzkra menntamanna kynntu þessi tíð- lndi í bundnu máli og óbundnu, þá lagði íslendingurinn eyrun við. Þá barðist margt hraust hjarta undir vándum klæð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.