Eimreiðin - 01.09.1964, Qupperneq 16
180
EIMREIÐIN
Einar fór víðar og átti sterkari ítök erlendis en nokkurt annað
íslenzkt skáld allt frá tímnm hirðskáldanna fornu. Hvar sem hann
fór, orti hann stórbrotin kvæði um hinar miklu furður manns-
andans, er hann kynntist á ferðum sínum. Á þennan hátt reisti
hann hvert bókmenntalegt minnismerkið á fætur öðru, er standa
munu óbrotgjörn um aldir. Eg nefni af handahófi: Colosseum,
Kvöld í Róm, Kirkjan í Mílanó, í Dísarhöll, Tínarsmiðjur, Signu-
bakkar ög Spánarvín.
Þannig lærði Einar Benediktsson landmörk íslenzkrar ljóðlistar
út að miklum mun í krafti þess víðsýnis, þeirrar yfirsýnar, sem
hann öðlaðist um fram önnur hérlend skáld, í krafti reisnar sinnar,
sem heimspekilnigsuður, í krafti þeirrar bjargföstu sannfæringar,
er hann orðaði svo: „Ég skildi, að orð er á íslandi til, um allt,
sem er hugsað á jörðu.“
En Iivar sem hann fór, var ísland, íslenzk náttúrufegurð drottn-
andi í lýsingum hans og skáldlegri túlkun. Og hver liefur reist
náttúruundrum íslands stórbrotnari minnisvarða en hann gerði i
kvæðunum: Sumarmorgunn í Ásbyrgi, í Slútnesi, Útsær, Bláskoga-
vegur og Haugaeldar, svo að dæmi séu nefnd?
Hvergi hefur íslenzka þjóðin eignazt jafn stolta framtíðardrauma,
sem í kvæðum þessa mikla skálds. Hvergi hefur metnaðar- og sjált-
stæðisþrá íslendinga verið svalað á jafn djarflegan og listrænan
hátt og þar. Ekkert skáld hefur skapað jafn tignarlegt ísland og
Einar Benediktsson gerði í kvæðinu Sóley. Ekkert skáld hefm
vogað sér að gera íslendinga að annarri eins andlegri forustuþjoð
og liann.
Það var ekki að undra, þótt þjóðin yrði höggdofa af hrifningu
og undrun, er hún tók að nema nýstárlegan boðskap hinna stor-
kostlegu kvæða Einars Benediktssonar. Þvílík hrópandans rödd hafði
ekki áður kveðið við úr hópi íslenzkra skálda. Ég efast um, að
önnur eins lýðhvöt hafi nokkru sinni verið kveðin á nokkra tungu
við sambærilegar aðstæður og íslandsljóð Einars Benediktssonai.
Það lnikti í máttarviðum Jijóðfélagsins við ]ri lögeggjan, þar heyrð'
alþjóð gný komandi aldar. Og áður en varði tók íslenzka Jyjoðm
að breyta spásögn skáldsins í veruleika: Breyta bókadraumnum 1
vöku og starf, brjóta tóftir gömlu bæjanna og byggja nýja, hætta
að dorga upp við sandinn, en koma sér upp nýtízku veiðiskipa-
flota, hrinda hafskipastól á flot, og jafnvel hugleiða í alvöru og
undirbúa stóriðjuframkvæmdir á Islandi.