Eimreiðin - 01.09.1964, Blaðsíða 39
Mikilvægi handritanna
fyrir Islendinga
Grein úr Bergens Tidende
eftir Bjarna M. Gíslason.
Um svipað leyti og hinar miklu dómkirkjur Norðurlanda voru
bygðar, skópu íslenzkir menn sögurnar. Þeir verkuðu skinnið í
handritin og söfnuðu jurtum og steinum til þess að gera úr þeim
blek og liti til skreytingar. Þegar maður skoðar hinar furðulegu
skreytingar á síðum handritanna, koma manni í hug gamlar kirkju-
skreytingar. Örlögin höguðu því á þá lund, að á meðan frændur
vorir á Norðurlöndum eignuðust óforgengileg verðmæti í kirkjum
og virðulegum höllum, skópu Islendingar þjóðarhelgidóm sinn með
því að skrásetja sögur á skinn. Eins og kirkjubyggingarnar eru tákn
um framsókn kristindómsins, þannig bera sögurnar vott um trúar-
skiptin, þar sem heiðnin lætur undan síga fyrir framsókn kristin-
dómsins.
Það er hægðarleikur að draga fram í dagsljósið vitnisburði um
hina viðkvæmu ást íslendinga á bókunum. Þegar um miðja 12. öld
unnu þeir að málfræðiritum á móðurmálinu, en slíkt var hvorki
nieira né rninna en bylting á þeim tímum, þegar latínan var alls-
ráðandi. En einmitt sú staðreynd, að handritin voru skrifuð á
móðurmálinu, var orsök þess, að þau breiddust út meðal þjóðar-
innar í sívaxandi fjölda afskrifta.
Það er engin fjarstæða, þótt sagt sé, að saga bókarinnar á íslandi
sé jafngömul sögu fólksins. í elztu frásögninni um fund íslands
er greint frá því, að meðal þess, sem Norðmenn fundu hér eítir íra,
hafi verið bækur.
Menn vita lítið um það, hvað víkingarnir gerðu við þessar bækur.
En eftir að Islendingar fóru sjálfir að skrifa, mynduðust margar
átakanlegar frásagnir um virðingu þeirra fyrir rituðu máli.
Lítið er vitað um meiriháttar handritasöfn í eigu einstakra manna