Eimreiðin - 01.09.1964, Blaðsíða 75
Nótt í viðjum óttasis
S MÁSAGA
eftir
Benedikt Viggósson.
Ég hafði lengi haft í huga að
bregða mér vestur í Þjóðminjasafn
og skoða mig þar um. Það kann
að hljóma einkennilega, en það er
staðreynd, að ég liafði aldrei stigið
fæti mínum inn í þessa aldargömlu
og virðingarverðu stofnun. Hins
vegar hafði ég skoðað mig um í
Arbæjarsafninu einn góðviðrisdag
og varla getað hreyft höfuðið í
hálfan mánuð á eftir fyrir hálsríg.
En nú er bezt að halda sér við
efnið og segja söguna eins og hún
var.
Ég hafði ætlað að fara til Jóa
frænda þetta örlagaríka kvöld og
ljúka skákinni, sem við höfðum
byrjað á síðast, þegar ég gerði mig
heimakominn í litlu en snotru í-
búðinni, er hann hafði nýlega tek-
ið á leigu. Ég var vanur að hringja
áður til að vita, hvernig stæði á
fyrir honum, og það gerði ég einn-
ig núna. Húsráðandinn, kona um
BENEDIKT VIGGÓSSON,
höfundur þessarar sögu, rr ungur
Reykvikingur, og er þetta önmtr sag-
an, sem birtist eftir hann. Hann Itrt-
ur þá skýringu fylgja siigunni, að lirr
sá um að rœða tilraun lil að skaþa
reyfara i gamansömum stil.
fimmtugt með marga misheppnaða
megrunarkúra að baki, varð fyrir
svörum og upplýsti með mæðulegri
röddu, að Jói væri kominn með
þráláta magakveisu og hefði tekið
salernið á leigu án nokkurrar fyrir-
framgreiðslu. Nú var taflið úr sög-
unni og ég varð að hírast heima
einn og yfirgefinn. Ég fann til
sárrar meðaumkunar með sjálfum
mér út af þessum lilálegu örlögum,
en ég harkaði af mér og gekk í
þungum Jjönkum að stofugluggan-
um og starði fjarhuga út. Kvöldið
var milt og fagurt, skýjabólstrarn-