Eimreiðin - 01.09.1964, Blaðsíða 100
264
EIAIREIÐIN
kvæmur, („Gamalt lag“ og „iíjóð" bls.
182). En Gamalt lag er svona:
Eg sé þig enn er sól úr ægi rís,
og sveitin fyllist endurnærðu lífi.
Þú varst og ert mín hjartans heilladís,
Jtó heimur kaldur brjóst mitt sundur
rífi.
Eg sé þig enn er sólin blessuð skín,
þó sértu löngu í eilífð burtu liðin.
Og hvíld mín ertu þegar dagur dvín,
og drottinn sendir þreyttum nætur-
friðinn.
Eg sé Jrig enn er sólin kveður dag,
og söngvar kvöldsins glatt um strætin
hljóma.
Þú kemur eins og mildast ljúflingslag
um lífsins J)rá og hjartans dýpstu óma.
En hér eru eininig ljóð, sem sverja
sig í ætt við Jrau kvæði, sent Steinn orti
síðar og bera vitni þeim höfundarein-
kennum, sent ríkust urðu í skáldskap
hans. — Iiigning er eitt Jteirra:
Hófspor í vatni,
húmblátt auga,
flaxandi fax.
Og hugsun mín hvarf
í hinn heita jarðveg,
sem hálfstorkið vax.
En nafn mitt hélt áfram
á nafnlausum vegi
til næsta dags.
Það er vissulega fengur að þessum
og fleiri viðbótarkvæðum í heildar-
safninu, þótt' svo megi virðast sem
Steinn Steinarr hafi sjálfur ekki hirt
um að halda Jreim til haga, [>ar sem
hann hafði ekki áður birt þau í ljóða-
bókum sínum, og kannski liefur liann
viljað flokka sum [reirra undir Jrað
sem hann orti „upp á grín“.
Um óbundna málið í þessari heild-
arútgáfu þarf í sjálfu sér ekki að fjöl-
yrða frcntur en kvæði Steins, sem áður
hafa birzt í bókum. Það er almenn-
ingi áður kunnugt. Mest af Jrví hefur
birzt á víð og dreif á prenti, en auk
Jjess hefur Jjað komið út í sérstakri
bók, Við opinn glugga, sem Hannes
Pétursson skáld tók saman, og gefin
var út á vegum Bókaútgáfu Menning-
arsjóðs fyrir þremur árum. I þeirri
bók birtist allt það, sem vitað var að
til væri eftir Stein Steinarr í lausu
máli, eða eins og Hannes Pétursson
segir í inngangi sínum lyrir bókinni:
„Eg hygg að fátt fram yfir [rað, sem
hér hefur verið dregið saman, liggi
eftir Stcin Steinarr í lausu máli”. Má
Hannes gerst um þetta vita, J)ví að
hann mun hafa gert mjög ýtarlega og
samvizkusamlega könnun á því.
Auk ritgerða og greina eftir Stein
Stcinarr í þessari bók, eru nokkur
viðtöl, sem einstakir menn lröfðu átt
við hann, og hafa þau einnig verið
tekin upp í heildarútgáfu Helgafells.
Kristján Karlsson segir meðal annars
í formála sínum, að það kunni að vera
álitamál, hvort viðtöl eigi að teljast
verk þess, sem spurður sé, en of mikil
eftirsjá hafi þótt að fella ])au niður.
Steinn hafi líka verið listamaður í sam-
tali og Jressi viðtöl séu hclzta heimild
um það, ])ótt ófullkomin sé.
Bókin Við opinn glugga er sem sagt
tekin upp í Jretla heildarsafn verka
Steins Steinarr í lieilu lagi og óbreytt
að öllu leyti, nema því, livað felldur
hefur verið af titill liennar, en í stað-
inn er efninu gefið nafnið Óbundiö
mál. Og ennfremur er niðurfelldur
inngangur Hannesar Péturssonar.
Virðist Jretta kunna að orka nokkuð
tvímælis, Jrar sem í innganginuin felst
greinargerð fyrir verkinu. Meðal ann-
ars eru með Jressu móti burtu máðir
höfundar áðurnefndra viðtala, og er