Eimreiðin - 01.09.1964, Side 22
TOMAS GUÐMUNDSSON:
í vöggunnar landi skal varðinn standa
Þessi orð Einars Benediktssonar leita sjálfkrafa fram í hugann,
þegar vér í dag, á aldarhátíð Iiins mikla skálds, söfnumst að minnis-
merki hans nýreistu. Og vissidega er það sjálfgert mál, að í höfuð-
stað Islands skuli Iiinn trausti málmur geyma mynd hans, að þvl
marki sem slíkt er nnnt, sjálfgert mál fyrir það, auk alls annars,
að hér í námunda, eða svo að segja við túnfót gömlu Reykjavíkur,
er Einar Benediktsson borinn og barnfæddur, hér átti æska hans
athvarf, hér lifði hann nokkur sín be/tu manndómsár og einatt
síðar, kom á marga lund við sögu þessa bæjar og ætlaði honuni
reyndar stærra hlutverk en nokkur annar af samtíðarmönnum hans,
svo sem ljóst verður af kvæðum hans uin Reykjavík. Það er þvi
af öllnm ástæðum höfuðborg vorri mikill og kærkominn vegsauki
að mega varðveita styttu þessa afburðamanns og skáldsnilIings,
mega ætla henni stað í vöggunnar landi og búa henni það uin-
hverfi, er hæfi minningu lians. ()g þó að þessi varði geti að sjáll-
sögðu engu aukið við Einar Benediktsson, þá er það þjóð vor öll,
þjóð vor og höfuðborg, sem er stærri orðin fyrir þann vott virð-
ingar og þakklætis, sem styttan umfram allt táknar.
Því satt er það: Enginn minnisvarði, hversu haglega sem hann
er gerður, er þess um kominn að bæta nokkru við hróður Einars
Bcncdiktssonar, og því síður verður slíku til að dreifa um örfa
orð, sem ég mæli hér, alls óverðugur, í minningu lians. Það þal*
enginn að lialda, að liann geti unnið sér til stnndar dundurs
að henda reiður á Einari Benediktssyni, manninum sjálfum, hug-
arheimi hans og skáldverkum. Það er og athyglisvert um skáld-
list Einars Benediktssonar, að svo einstæð sem litin er að persónu-
legri reisn og áhrifamagni, hel'ur lnin aldrei skapað neinn skola
í venjulegri merkingu. Hún heftir þvert á móti séð fyrir þ'1
sjálf, að það landrými, sem lnin helgar sér, er látið óskorað, og
þannig mun hún standa um aldir l'ram, ein sér og óbrotgjörn-
Það er engu líkara en hinn stórbrotni svipur, sjálft yfirbragð skáld'