Eimreiðin - 01.09.1964, Blaðsíða 29
F.IMREIÐIN
193
bíddu bara fyrir utan eins og faðir
þinn sagði þér að gera. Faðir þinn
kemur bráðum og liann fer þá með
þig heim. Svona nú, farðu út og
vertu ekki hérna inni lengur.“
Drengurinn fór út og stóð þar
sem hann hafði þegar staðið meira
en klukkustund. Gamli maðurinn
tók að elta drenginn. Barþjónninn
sveiflaði sér yfir barborðið, greip
í axlir gamla manninum úti við
sveifludyrnar, sneri honum við og
gekk með hann aftur að stólnum
hans.
„Svona, setjizt þér nú niður,"
sagði hann lágmæltur. „Þér þurfið
ekki að hafa áhyggjur af drengn-
um. Geyrnið áhyggjur yðar hjá yð-
ur. Ég skal sjá um, að ekkert komi
fyrir drenginn."
„Hvers konar maður ltaldið þér
annars að ég sé?“ sagði gamli mað-
urinn al'tur.
Við sveifludyrnar nam barþjónn-
inn andartak staðar til þess að líta
upp og niður ef'tir götunni. Þá var
þar íri, stuttur og digur, um fimm-
tugt á að gizka, hann sneri sér að
gamla manninum og sagði:
„Hafið þér litið í spegilinn ný-
lega? Þér kæmuzt ekki að næsta
g<»tuhomi haldandi í hönd á litl-
um dreng."
„Hvers vegna ekki?“ sagði gamli
maðurinn.
„Af j»ví að J»ér lítið ekki út fyrir
að vera l’aðir eða al'i lítils drengs,
né vinur hans né nokkuð annað.“
„Ég lief sjálfur átt börn,“ sagði
gamli maðurinn veikum rómi.
„Ég veit það,“ sagði barþjónn-
inn. „En sitjið þér nú kyrr. Sumt
fólk má vera gott við lítil börn, en
sumt fólk ekki. Það er allt og
sumt.“
Hann tók flösku af bjór og setti
hana niður hjá tómu glasi gamla
mannsins.
. „Hérna er flaska af <">li, út á
minn reikning," sagði liann. „Mér
er leylt að vera góður við gamla
menn eins og yður við og við, og
yður er leylilegt að vera góður við
barþjóna eins og mig við og við, —
en yður er ekki leyfilegt að vera
góður við lítinn dreng, þar sem
faðir hans er að líkindum einhvers
staðar í nágrenninu. Sitjið J»ér
bara kyrr og drekkið bjórinn yðar.“
„Þetta er óþverri. Ég vil ekki
bjórinn," sagði gantli maðurinn.
„Þér getið ekki haldið mér sem
fanga hér í yðar sóðalegu knæpu.“
„Sitjið J»ér bara kyrr Jaangað til
faðir drengsins kemur og fer með
hann heirn. Og J»á getið þér farið
héðan eins fljótt og yður lystir.“
„Ég vil fara héðan burt núna
strax," sagði gamli maðurinn. „Ég
þarf ekki að Jjola móðganir frá
neinum manni í öllum heiminum.
Ef ég segði yður nokkuð af J»ví
hver ég er, J»á býst ég við, að J»ér
mynduð ekki tala við mig eins og
Jjér hafið talað undanfarandi.“
„Það er gott,“ sagði barþjónn-
inn. Hann vildi hafa alla Jaræði í
13