Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 50

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 50
196 EIMREIÐIN mörku og kynnast danskri menningu og dönskum þjóðháttum. Hafa nokkrir íslenzkir höfundar hlotið styrk úr sjóðnum. Fyrir tveimur árum var skipulagsskrá Kelvins Lindemannssjóðs- ins breytt allverulega. Þá var tekin á leigu þriggja herbergja íbúð í Kaupmannahöfn. Þar geta svo styrkþegar sjóðsins búið sér að kostnaðarlausu um þriggja mánaða skeið. Skiptast rithöfundar frá Norðurlöndunum fjórum á að búa í íbúðinni. Stjórnar Lindemann þessu sjálfur af mikilli elju og rausn. Á síðasta ári veittist okkur hjónum sú sæmd að búa í íbúð Kel- vins Lindemannssjóðs um þriggja mánaða skeið. Var dvölin skemmtileg og lærdómsrík, og kynnin við Lindemann og fjölskyldu hans hin ánægjulegustu. Hann býr núna úti í sveit á Norður-Sjá- landi, en kom stundum til borgarinnar, og var þá jafnan aufúsu- gestur hjá okkur. í september kom hann að máli við okkur og bauð okkur bíl sinn til afnota, ef við vildum ferðast um landið. Einnig bauð hann okkur að hafa Lyngbæ að áfangastað og dveljast þar um hríð og gera útrásir þaðan. Og hingað erum við komin eftir þriggja daga ferð um eyjar og Jótland. Okkur mun áreiðanlega líða vel hér í Lyngbæ. Allt í einu heyri ég regn bylja á þaki og gluggum. Þá þarf að kveikja upp, áður en hin fara á stjá. Ég hlakka til að amla við eld- inn.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.