Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 45
ÞORSTEINN HELGASON
höfðu gagnrýnisraddir heyrst í áratugi. Þær héldu því fram að allt of margir hópar í
bandarísku samfélagi hefðu „gleymst" eða verið sýndir í afskræmdu ljósi. Sögu
þrælahaldsins þyrfti að endurskoða, myndina af indíánum að mála upp á nýtt.
Félagssagnfræðingar bentu á marga hópa sem hefðu verið afskiptir.
Gagnrýnendurnir náðu árangri, sumpart með fræðilegum rökum, sumpart fyrir
tilstilli þrýstihópa. Sem lítið dæmi um það er að um 1970 var framhaldsskólum ekki
stætt á því lengur að skylda nemendur í yfirlitsnámskeið, sem átti að skýra grunn
samfélagsins, meðan það hét einfaldlega „Western Civilization" (Allardyce 1982).
Sagnfræðingar og samtök þeirra tóku almennt undir hin nýju sjónarmið. Námskrár
í sögu, sem tóku lit af fjölmenningarsjónarmiðunum, litu dagsins ljós, t.d. í New
York-fylki 1991. Gagnrýnendum óx svo ásmegin að hefðarsinnar komust í vörn og
ásökuðu gagnrýnendur um ofríki og ritskoðunartilburði. Þessar deilur voru veiga-
mikill þáttur í stjórnmálalegri og hugmyndalegri umræðu sem gekk undir heitinu
„menningarstríð" þar sem tókust á ýmis grundvallarviðhorf til samfélags, mann-
gildis og menningar.
í þessu andrúmslofti urðu „National Standards" til. Félags- og menningarsagan
gáfu tóninn, fjölmenningarsjónarmið voru ráðandi og mikil áhersla var á gagnrýna
hugsun og skapandi vinnubrögð. Eitt af markmiðunum var að stytta bilið milli
nýrra rannsókna og fræðaviðhorfa og þess sem fram færi í skólunum.
Landsnámskráin var úthrópuð þegar í stað, málið fékk á sig pólitískan lit og
sumir reyndu að fella það inn í hefðbundna hægri-vinstri skiptingu í Bandaríkjun-
um. Engu að síður höfðu svo margir komið að gerð hennar og hún var svo í takt við
rannsóknir í sagnfræði og kröfur minnihlutahópa að lagt var út í björgunaraðgerðir
til að starfið yrði ekki til einskis. Telja má til tíðinda að sættir skyldu takast um
endurskoðun og málamiðlun. í maí 1996 var endurskoðun lokið. Fjöldi einstakl-
inga, nokkrar stofnanir og tvær nefndir, önnur undir forystu þingmanns repú-
blikana frá Minnesota, unnu að endurskoðun í samráði við upphaflega höfunda.
Kennsludæmi og leiðbeiningar voru tekin úr viðmiðunum og höfð í sérstöku riti.
Þar með var McCarthy aðeins nefndur tvisvar en ekki nítján sinnum eins og áður.
George Washington fékk aukið vægi.
Nokkur dæmi um breytingarnar gefa mynd af muninum. í kafla um sjálfstæðis-
baráttu nýlendubúa eru nemendur beðnir samkvæmt upprunaútgáfunni að „greina
manngerð og hlutverk herforingja, stjórnmálamanna og sendifulltrúa sem unnu að
sigri Bandaríkjanna". Þetta verður í endurskoðun:
Meta hernaðar- og stjórnmálaforystu George Washington í byltingarstríðinu.
(Kanna mikilvægi einstaklings.)
Þróunin í Bandaríkjunum var máluð eilítið bjartari litum í endurskoðuðu viðmið-
unum, sums staðar vikið frá eindregnum túlkunum en sums staðar bætt við nýjum.
I umfjöllun um vesturferðir er í báðum útgáfum talað um að fjallað skuli um:
... fjöldainnflutning eftir 1870 og hvernig ný félagsform, árekstrar og hugmyndir
um pjóðareiningu próuðust samhliða aukinni menningarlegri sundurleitni.
Þar átti að vinna ýmis verkefni samkvæmt eldri útgáfunni, m.a. að:
... greina milli „gamla" og „nýja" innflutningsins hvað varðar pjóðerni innflytj-
enda, trú, tungu og upprunastað. (Greina fjölpætt orsakasamhengi.)
43