Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 34
SAMSTARF HEIMILA OG FRAMHALDSSKÓLA Foreldrar og kennarar eru líka mjög hlynntir upplýsingagjöf og hafa þessir að- ilar í raun svipaða skoðun á því og nemendur hvaða upplýsingum sé mikilvægast að miðla til foreldra (sjá Töflu 4). Meirihluti foreldra telur að foreldrafélög henti vel í samstarfi en þegar spurt var um vilja til þátttöku var rúmur helmingur (52%) foreldra ekki tilbúinn til að taka þátt í starfi foreldrafélags. Ur niðurstöðunum má sjá að þeir kennarar sem svara vilja auka samstarf og bæta upplýsingamiðlun til foreldra. Af svörum um viðhorf til ólíkra leiða samstarfs má leiða að því líkur að þessir sömu kennarar séu samt ekki tilbúnir að leggja á sig aukna vinnu til að bæta samstarfið. Þeir velja samskiptaleiðir sem ekki eru beint á þeirra vegum, til dæmis kynningarbæklinga, fréttabréf og haustfundi, en eru minna hlynntir leiðum eins og að hringja heim, boða foreldra í viðtöl og fá aðstoð foreldra við kennslu. Svarendur voru einnig beðnir um að taka afstöðu til nokkurra fullyrðinga er tengjast upplýs- ingamiðlun til heimila og styðja þær niðurstöður enn frekar að allir aðilar séu hlynntir góðri upplýsingamiðlun. Fyrsta fullyrðingin hljóðar svo: Það er mikilvægt að skólinn látiforeldra vita efbarnið mætir illa í skólann. Niðurstaðan er mjög afgerandi en rúmlega 73% nemenda eru sammála eða mjög sammála þessari fullyrðingu, rúm- lega 99% foreldra og um 92% kennara. Svör við fullyrðingunni Það er mikilvægt að skólinn láti foreldra vita ef barnið sýnir ekki fullnægjandi námsárangur eru einnig afger- andi. Rúmlega 68% nemenda eru sammála eða mjög sammála, 99,5% foreldra og 92% kennara. Einnig var sett fram fullyrðingin Foreldrar eiga rétt á að fá upplýsingar um skólasókn og einkunnir barna sinna í framhaldsskóla öll skólaárin. Meðal nemenda eru rúmlega 65% sammála eða mjög sammála fullyrðingunni, tæplega 96% foreldra og 84% kennara. Síðasta fullyrðingin þessu tengd er Það þarf að bjóða upp á regluleg viðtöl við umsjónarkennara fyrir foreldra og nemendur. Niðurstöðurnar eru að rúmlega 60% nemenda eru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni, tæplega 83% for- eldra og rúmlega 68% kennara. UMRÆÐA Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru í fyrsta lagi að samstarf heimila og fram- haldsskóla landsins er frekar takmarkað, en þó hefur um helmingur skólanna tölu- vert samstarf við heimili nemenda og er það hærra hlutfall en búast mátti við. í öðru lagi eru helstu niðurstöður þær að nemendur, foreldrar og kennarar telja mikilvægt að auka samstarf heimila og framhaldsskóla. Sú vitneskja var ekki fyrir hendi áður og þann tíma sem unnið var við þessa rannsókn var því oft slegið fram af skólafólki að það væri ekki hægt að efla samstarf heimila og framhaldsskóla vegna þess að nemendur vildu það ekki, auk þess sem foreldrar og kennarar hefðu hvorki tíma né áhuga á að sinna því. Ekki gátu viðkomandi aðilar lagt fram gögn máli sínu til stuðnings heldur byggðist þetta mat á tilfinningu þeirra. Rannsókn þessi sýnir hins vegar að slíkt mat á líklegast ekki við rök að styðjast þar sem meirihluti nemenda í þeim sex framhaldsskólum sem rannsóknin náði til lýsti yfir vilja til að auka upplýs- ingaflæði og samstarf milli heimila og skóla auk þess sem mikill meirihluti foreldra í úrtakinu taldi brýnt að auka samstarfið. Önnur áhugaverð niðurstaða er að nemend- 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.