Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 115
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON
UMHYGGJA OG AGI FARA SAMAN
Um bókina The Caring Teacher's Guide
to Discipline
The Caring Teacher's Guide to Disciplme. Helping Young Students Learn Self-Control,
Responsibility, and Respect. Höfundur: Marilyn E. Gootman. Thousand Oaks (Kaliforníu),
London og Nýju-Dehli, Corwin 1997. viii + 192 blaðsíður. Formáli eftir Carl D. Glickman.
í vinnu minni með kennaranemum undanfarinn áratug hefur eitt helsta tilhlökk-
unarefni þeirra verið að fara að vinna með börnum og umgangast þau en helsta
áhyggjuefni „að halda aga í bekk". I fljótu bragði gæti virst að hér væri um mótsögn
að ræða en svo er þó ekki því að vinna með börnum og unglingum og „ögun" eru
þegar allt kemur til alls tveir óaðskiljanlegir þættir þess að börn og unglingar læri.
Reyndar eru orðin agi og agaleysi notuð á býsna gáleysislegan hátt í umræðum
um skóla og því stundum haldið fram að agaleysi hafi aukist, bæði í skólum og í
samfélaginu. Mér vitanlega hefur þó ekki farið fram nein rannsókn sem gefur til
kynna að svo sé en vera kann að ég horfi hér fram hjá rannsóknum á tíðni glæpa af
einhverju tagi. Þetta gáleysi er sennilega ámóta í umræðum okkar skólafólks og í
dómum almennings um skólastarf. Gáleysið í notkun hugtakanna jafngildir að mín-
um dómi agaleysi í umræðum.
Hugum aðeins betur að hugtökunum. Ég býst við að flestir vilji skilgreina hug-
takið aga sem stjórn og skipulag á gjörðum sínum. Hugtakið agi í þessari merkingu
er um innri aga og sjálfstjórn, en sennilega má nota það á sama hátt um aga þeirra
sem maður ber ábyrgð á. Hugtakið agi er því óhjákvæmilega tengt stjórnun og
skipulagi yfirleitt og er sem slíkt afar jákvætt hugtak.
Margir nota svo hugtakið aga sem andstæðu við óhlýðni: Ef bekkur er óhlýðinn,
þá er hann agalaus. Ég bregst stundum við þessu á þann máta að ef kennari er að
kenna námsefni sem á ekki rétt á sér, eða er ekki agaður í eigin vinnubrögðum, þá sé
rangt að krefjast hlýðni af nemendum. En hvað sem líður hártogunum eða heim-
spekilegum vangaveltum um hugtök, þá er þó ljóst að áhyggjur kennaranema af
því að halda aga og hafa stjórn á bekk (þ.e. bekkjarstjórnun) eru alls ekki ástæðu-
lausar enda fara jafnan saman skilvirkur agi og árangursrík kennsla.
Ég hef þennan formála að umfjöllun minni um bókina Leiðbeiningar um aga til
umhyggjusamra kennara (The Caring Teacher's Guide to Discipline) vegna þess að ég vil
að það sé alveg skýrt að ég er andsnúinn því að bregðast við réttmætum áhyggjum
kennaranema um bekkjarstjórnun með því að kenna þeim að nota ómanneskjuleg
kerfi eða ætlast til þess að þeir láti nemendur hlýða valdboðinu einu. Sem kennari
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 7. árg. 1998
113