Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 115

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 115
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON UMHYGGJA OG AGI FARA SAMAN Um bókina The Caring Teacher's Guide to Discipline The Caring Teacher's Guide to Disciplme. Helping Young Students Learn Self-Control, Responsibility, and Respect. Höfundur: Marilyn E. Gootman. Thousand Oaks (Kaliforníu), London og Nýju-Dehli, Corwin 1997. viii + 192 blaðsíður. Formáli eftir Carl D. Glickman. í vinnu minni með kennaranemum undanfarinn áratug hefur eitt helsta tilhlökk- unarefni þeirra verið að fara að vinna með börnum og umgangast þau en helsta áhyggjuefni „að halda aga í bekk". I fljótu bragði gæti virst að hér væri um mótsögn að ræða en svo er þó ekki því að vinna með börnum og unglingum og „ögun" eru þegar allt kemur til alls tveir óaðskiljanlegir þættir þess að börn og unglingar læri. Reyndar eru orðin agi og agaleysi notuð á býsna gáleysislegan hátt í umræðum um skóla og því stundum haldið fram að agaleysi hafi aukist, bæði í skólum og í samfélaginu. Mér vitanlega hefur þó ekki farið fram nein rannsókn sem gefur til kynna að svo sé en vera kann að ég horfi hér fram hjá rannsóknum á tíðni glæpa af einhverju tagi. Þetta gáleysi er sennilega ámóta í umræðum okkar skólafólks og í dómum almennings um skólastarf. Gáleysið í notkun hugtakanna jafngildir að mín- um dómi agaleysi í umræðum. Hugum aðeins betur að hugtökunum. Ég býst við að flestir vilji skilgreina hug- takið aga sem stjórn og skipulag á gjörðum sínum. Hugtakið agi í þessari merkingu er um innri aga og sjálfstjórn, en sennilega má nota það á sama hátt um aga þeirra sem maður ber ábyrgð á. Hugtakið agi er því óhjákvæmilega tengt stjórnun og skipulagi yfirleitt og er sem slíkt afar jákvætt hugtak. Margir nota svo hugtakið aga sem andstæðu við óhlýðni: Ef bekkur er óhlýðinn, þá er hann agalaus. Ég bregst stundum við þessu á þann máta að ef kennari er að kenna námsefni sem á ekki rétt á sér, eða er ekki agaður í eigin vinnubrögðum, þá sé rangt að krefjast hlýðni af nemendum. En hvað sem líður hártogunum eða heim- spekilegum vangaveltum um hugtök, þá er þó ljóst að áhyggjur kennaranema af því að halda aga og hafa stjórn á bekk (þ.e. bekkjarstjórnun) eru alls ekki ástæðu- lausar enda fara jafnan saman skilvirkur agi og árangursrík kennsla. Ég hef þennan formála að umfjöllun minni um bókina Leiðbeiningar um aga til umhyggjusamra kennara (The Caring Teacher's Guide to Discipline) vegna þess að ég vil að það sé alveg skýrt að ég er andsnúinn því að bregðast við réttmætum áhyggjum kennaranema um bekkjarstjórnun með því að kenna þeim að nota ómanneskjuleg kerfi eða ætlast til þess að þeir láti nemendur hlýða valdboðinu einu. Sem kennari Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 7. árg. 1998 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.