Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 9

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 9
ÁGÚSTA PÁLSDÓTTIR UPPELDI OG LESTUR / pessari grein eru raktar niðurstöður rannsóknar á því hvernig tómstundavenjur flytjast milli kynslóða og var sérstök áhersla lögð á að athuga samhengið milli hvatningaraðferða foreldra og lestraráhuga barna. Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar og var rann- sóknargagna aflað með opnum viðtölum. Þátttakendur voru meðlimir tólf fjölskyldna, börn á aldrinum tíu til tólf ára, foreldrar þeirra og afar og ömmur, í fóður- og móðurætt, alls 74 einstaklingar. Kenningar Baumrind um áhrif mismunandi uppeldisaðferða á persónuleika- mótun barna voru notaðar til að skoða samhengið milli hvatningaraðferða foreldra og lestraráhuga barnanna. Niðurstöðurnar benda til að samhengi sé milli þeirra hvatning- araðferða sem foreldrar notuðu og þess hvernig lestraráhugi barnanna þróaðist. Algengast var aðforeldrar þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri notuðu eftirlátssamar eða skip- andi aðferðir. Ýmist annað eða báðir foreldrar þeirra barna sem höfðu áhuga á lestri notuðu leiðandi hvatningaraðferðir. í fjölskyldum þessara barna var lestur jafnframt sameiginlegt áhugamál foreldra og barna, félagsleg samskipti í kringum hann voru mikil og lestur var hluti af daglegu fjölskyldulífi heimilismanna.' ísland hefur á undanförnum árum tekið þátt í norrænni rannsókn sem hefur það markmið að kanna nokkra sálfræðilega og félagslega þætti sem tengjast lestrar- og fjölmiðlavenjum innan fjölskyldunnar. Á síðastliðnum áratugum hafa örar sam- félagsbreytingar átt sér stað á Norðurlöndunum. Þetta á sérstaklega við um þær aðstæður sem fjölskyldan býr við þar sem forsendur foreldra til uppeldis og þar með uppvaxtarskilyrði barna hafa tekið töluverðum breytingum. Jafnframt hafa orðið stórstígar breytingar á möguleikum á notkun fjölmiðla og á valkostum þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi um tómstundaiðkun. Framboð á menningar- og skemmtiefni hefur aukist mikið og að sama skapi hafa hugmyndir og venjur fólks þróast. Bækur eru í vaxandi samkeppni við aðra miðla um tíma og athygli fólks og því var talin þörf á að rannsaka hvaða afleiðingar þessar breytingar hafa í för með sér fyrir ritmenninguna. Niðurstöður erlendra rannsókna á tómstundalestri barna sýna meðal annars að börn sem hafa áhuga á lestri eru yfirleitt virk í tómstundum sínum og taka þátt í * Rannsóknin nefnist Skriftkultur og mediebrug í Nordiske Faitiilier og auk íslands taka Danmörk, Noregur og Svíþjóð þátt í henni. Stjóm norrænu rannsóknarinnar fyrirhugar að vinna sameiginlegar niðurstöður úr rannsóknum landanna fjögurra að þeim loknum. Grein þessi byggist á meistaraprófsritgerð höfundar en hún afmarkaðist við íslenska hluta norrænu rannsóknarinnar og jafnframt við þann þátt rannsóknarinnar sem beindist að því að athuga með hvaða hætti lestrarvenjur og viðhorf til lesturs flytjast á milli þriggja kynslóða, þar sem sérstök áhersla er lögð á að rannsaka lestrarvenjur á æskuárum og hvert hlutverk fjölskyldunnar er sem áhrifavalds á þessu sviði. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 7. árg. 1998 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.