Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 89
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON
Rannsóknir Baumrind á uppeldisháttum byggja á vettvangsathugunum og
viðtölum við foreldra. Til að geta byggt á stærri úrtökum hafa Lamborn og félagar
(1991) hannað spurningarlista sem mæla uppeldishætti sem byggja á rannsóknum
hennar. í rannsókn sinni greindu þau að fjóra framangreinda uppeldishætti: leið-
andi (authoritative), skipandi (authoritarian), eftirláta (indulgent) og afskiptalausa
(neglectful). Að auki setja þau fram mælingu á uppeldishættinum „viðurkenning"
(autonomy) sem felur í sér að foreldri viðurkenni unglinginn sem persónu með því
að virða skoðanir hans, tilfinningar og athafnir.1 Þau könnuðu þó ekki þessa síðustu
mælingu í samhengi við aðrar mælingar í rannsókn sinni.
Niðurstöður Lamborns og félaga (1991) benda til þess að unglingar, sem lýsa
foreldrum sínum sem leiöandi, sýni jákvæðasta matið á eigin hæfni (félagshæfni,
námshæfni), finni síst til streitu og depurðar (innhverfðir eiginleikar) og séu ólík-
legastir til að sýna áhættuhegðun er tekur til svindls í skóla, afbrota og vímuefna-
neyslu (ein breyta: fjöldi skipta sem unglingar hafa reykt, drukkið áfengi, prófað
marijúana og önnur vímuefni). Þessu er öfugt farið meðal unglinga sem lýsa for-
eldrum sínum sem afskiptalausum. Unglingar sem telja foreldra sína skipandi komu
þokkalega út á mælingum um áhættuhegðun (sbr. hlýðni við foreldra) en þeir mátu
eigin hæfni slaka. Unglingar sem draga upp mynd af foreldrum sínum sem eftir-
látum hafa aftur á móti trú á eigin hæfni, fremja sjaldan afbrot en neyta vímuefna
tiltölulega oft. Þeir höfðu tilhneigingu til að svindla í skóla og vanrækja nám sitt.
Lamborn og félagar renna stoðum undir þessar niðurstöður sínar með framhalds-
rannsókn á sömu unglingum ári síðar, sem þau segja gefa til kynna áhrif uppeldis-
hátta (sjá Steinberg, Lamborn, Darling, Mounts og Dornbusch 1994). Eins og sjá má
hér að framan svipar niðurstöðum þeirra til niðurstaðna Baumrind (1991a, 1991b).
Hvorki Baumrind (1991a) né Lamborn og félagar (1991) kanna sérstaklega mis-
munandi uppeldishætti í tengslum við tóbaksreykingar unglinga. Eins og fram
hefur komið fylgja tóbaksreykingum meiri líkur á vímuefnaneyslu (sjá til dæmis
Donnermeyer 1992, Sigrúnu Aðalbjarnardóttur o.fl. 1997) og því teljum við mikil-
vægt að athuga tengsl þeirra við uppeldishætti. Með langtímarannsókn og því að
nota vandaða mælingu, sem tekur mið af mismunandi uppeldisháttum, teljum við
okkur svara ákveðinni gagnrýni sem fram hefur komið á rannsóknir á þessu sviði á
alþjóðlegum vettvangi (Conrad o.fl. 1992). Að auki hefur slík rannsókn ekki verið
gerð fyrr hér á landi og ætti því að vera þarft innlegg í umræðu um áhættuhegðun
unglinga og forvarnarstarf.
Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna sem greint er frá hér að framan eru
tilgátur okkar þær að:
1. unglingar sem lýsa foreldrum sínum sem leiðandi séu ólíklegri til að
reykja en unglingar sem lýsa foreldrum sínum sem eftirlátum, skipandi
eða afskiptalausum,
2. unglingar sem meta foreldra sína háa á mælingunni viðurkenning séu
ólíklegri til að reykja,
1 Þeir félagar notuðu hugtakið „autonomy" eða sjálfstæði yfir þennan uppeldishátt. Okkur finnst það hugtak
geta verið misvísandi með hliðsjón af þeim atriðum sem undir þennan þátt falla (sjá nánar í næsta kafla,
AÖferö) og miðað við notkun orðsins „sjálfstæði" í íslensku.
87