Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 20

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 20
UPPELDI O G LESTUR Þau börn sem voru áhugasöm um að lesa tilheyrðu öll fjölskyldum þar sem ýmist annað eða báðir foreldrarnir notuðu leiðandi aðferðir, í tveimur tilvikum var annað foreldrið eftirlátssamt. Aðferðirnar sem leiðandi foreldrar notuðu til að styðja við og efla lestraráhuga barna sinna fólust fyrst og fremst í því að þeir sáu til þess að börnin hefðu nóg lesefni til að velja úr, sýndu lestri þeirra áhuga og tóku þátt í ánægju þeirra af honum. Þrátt fyrir að þessir foreldrar hafi reynt að hafa áhrif á bókmenntasmekk barna sinna sýndu þeir vali þeirra á lesefni virðingu og boð og bönn gagnvart bókum og lestri tíðkuðust almennt ekki. Skipandi foreldrar Foreldrar þriggja af drengjunum sex sem tóku þátt í rannsókninni notuðu skipandi uppeldisaðferðir. Skipandi foreldrar áttu það sameiginlegt með leiðandi foreldrum að þeir töldu sig reyna að hafa áhrif á lestrarvenjur barna sinna enda þótt aðferðirn- ar sem þeir notuðu væru ólíkar. Þessir foreldrar lögðu fyrst og fremst áherslu á að það væri nauðsynlegt að „stýra krökkunum". I fyrsta lagi töldu foreldrarnir þörf á því að „stýra" drengjunum í þeim tilgangi að sjá til þess að þeir læsu. Lestur var gjarnan tengdur við háttatímann og dreng- irnir sendir í rúmið með þeim orðum að þeir gætu lesið. „Ég skipa honum frekar í rúmið fyrr í stað þess að horfa á sjónvarp og þá fer hann að lesa", sagði einn af feðrunum. Þrátt fyrir að hann segðist hafa tekið fram allar þær bækur sem hann átti sjálfur sem drengur og „vera að láta hann lesa" þá gekk honum illa að fá son sinn til að sýna áhuga og hann bætti því við að drengurinn læsi bækurnar helst ekki. í öðru lagi töldu skipandi foreldrar þörf á að stýra því hvað drengirnir lásu vegna þess að þeir voru ekki taldir dómbærir á það hvaða lesefni hentaði þeim. Annars vegar vildu foreldrarnir reyna að sjá til þess að þeir læsu efni sem væri „þroskandi fyrir þá". Ein af mæðrunum sagði að ef sonur hennar fengi að vera sjálfráður um hvað hann læsi myndi hann velja sér bækur sem væru léttari en hann réði við og það myndi leiða til að hann fengi ekki næga þjálfun í lestri. Þess vegna fór hún stundum á bókasafn með honum „til að velja fyrir hann". Þótt hún segði að drengurinn væri ekki mjög áhugasamur um að lesa í tómstundum sínum fannst henni hún hafa haft áhrif á lestrarvenjur hans því hann væri orðinn duglegri við að lesa þyngri bækur. Hins vegar vildu foreldrarnir koma í veg fyrir að drengirnir yrðu fyrir skaðlegum áhrifum við að lesa eitthvað sem þeir voru ekki taldir hafa aldur og þroska til að skilja. Ein af mæðrunum sagðist til dæmis vera andvíg því að sonur hennar læsi bækur sem fjölluðu um ofbeldi. Það kom fyrir að hann benti á „spennusögur" sem hann langaði til að lesa: „Þá segi ég að það sé ekki fyrir hann", sagði hún. Sonur hennar var hins vegar afar ósáttur við að mega ekki velja sér sjálfur bækur til að lesa og benti á að stundum horfði hann á þætti í sjónvarpi sem fjölluðu um sams konar efni og honum væri bannað að lesa um. Önnur tegund af lesefni sem foreldrarnir vildu koma í veg fyrir að drengirnir læsu voru „vafasömu ritin" en það voru tímarit sem birtu umfjöllun um kynferðismál. Þetta átti meðal annars við um ritin Mannlíf og Nýtt líf sem gjarnan voru keypt á heimilunum. Ein mæðranna sagði: 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.