Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 43
ÞORSTEINN HELGASON
eða í stórum dráttum. Aðferðir og leiðir má fella beint inn í markmiðslýsingar, víkja
að þeim í inngangi eða sleppa að nefna slíka hluti. Þjóðarsöguna er hægt að rekja í
tímaröð eina sér eða setja sögu umheimsins fram samhliða með henni. Hvort-
tveggja má einnig taka fyrir í efnisþáttum eða velja sérstök tímabil til sérstakrar
umfjöllunar. Ef svipast er um í sögunámskrám þessa dagana er lagið með ólíkum
hætti. Fáein dæmi skulu nefnd hér í upphafi.
- Franskar sögunámskrár í framhaldsskólum hafa ekki vikið frá þeirri líf-
seigu hefð að tilgreina nákvæmlega hvaða efnisatriði skuli taka fyrir og
jafnvel að úthluta klukkustundum fyrir hvern efnisþátt, segja hvaða
landakort skuli nota og hvaða myndir séu skoðunarverðar. Um aðferðir
er hins vegar fátt eitt sagt (Histoire-géographie 1998).
- Dönsk aðalnámskrá fyrir grunnskóla er stuttorð um þessar mundir,
tilgreinir rýmissviðin (sögu Danmerkur, Norðurlanda, Evrópu og heims-
ins), efniseigindir (félagssvið, kynjasjónarhorn, stjórnmál, trú, mannrétt-
indi, efnahagsmál, einstaklinga, menningu); enn fremur nokkra aðferða-
þætti: að greina, afla upplýsinga, beita hugtökum, fylgja sögulegum mál-
efnum eftir, rökræða, skapa, túlka og tjá, meta (Formál og centrale kund-
skabs- og færdighedsomráder. Folkeskolens fag 1995).
- I Finnlandi var horfið frá ítarlegri efnislýsingu í námskrá í sögu fyrir
framhaldsskóla og í staðinn sett fram stutt hugleiðing um meginstefnu,
efnissvið og aðferðir - eins og rakið verður hér á eftir.
Menn hafa reynt að greina einhverja meginþróun og tilhneigingar í sögunámskrám
og tengt þá þróun við sveiflur í stjórnmálum (Ahonen 1997). Víst er að æskuóróinn,
sem kenndur er við '68, hafði sín áhrif, sömuleiðis nýfrjálshyggjan á níunda ára-
tugnum, fall sovétkerfisins og sitthvað fleira. Tilraunastarfsemi, frjálsræði skóla og
kennara, þemavinna, áhersla á aðferðir og gagnrýna hugsun - allt hefur þetta verið
tengt við vinstrihyggju í stjórnmálum. Samfelld þjóðarsaga í tímaröð, staðreynda-
nám, áhersla á einstaklinga í sögunni, utanbókarlærdómur, miðstýrðar námskrár -
þetta ættu hins vegar að vera kennimerki hægri stefnu. En þetta eru einfaldanir og
beinlínis rangfærslur oft á tíðum þó að stefnur hafi á köflum fengið á sig pólitískan
lit. Engar námskrár mæla með gagnrýnislausum þululærdómi og enginn hvetur til
uppblásinnar þjóðernishyggju. Og þó að pendúllinn sveiflist og tekist sé á er aldrei
farið í samt far aftur. Stefnur taka lit af andstæðum sínum og málum er miðlað.
BANDARÍKIN
Árið 1994 birtust á prenti drög að eins konar landsnámskrá (eða öllu heldur við-
miðum) fyrir sögukennslu í grunn- og framhaldsskólum Bandaríkjanna, „National
Standards for United States/World History".2 Þetta voru allnokkur tíðindi, ekki
2 Um þetta mál hefur geysimikið verið skrifað. Hér er einkum stuðst við Nash, Crabtree og Dunn 1998, Journn! of
Social History 1995, Nolte 1997, vefsíður út frá National Center for History in the Schools, vefsíður út frá History
Standards og Clair 1997.
41